Sjálfstæð landamæravarsla Íslands

Sameiginlegt ytra landamæraeftirlit ESB ríkja var liður þáverandi utanríkisráðherra Íslands 1996-2001 í að leiða landið inn í Evrópusambandið. Nú er Schengen að hrynja og aðild Íslands hefur aðeins verið þjóðinni til vandræða og aukins kostnaðar.

Enn eru því miður til ESB- sinnaðir flokkar og þingmenn sem á Alþingi vilja halda áfram aðildarumsókninni að ESB frá 2009 og ríghalda í Schengen.

" Schengen brugðist "

Forseti Íslands kveður skýrt að orði á rás tvö í dag og segir að Schengen-eftirlitið hafi brugðist í aðdraganda hryðjuverkanna í París. Hann segir eðlilegt að Íslendingar velti því fyrir sér hvort þeir eigi að taka þátt í samstarfinu (Segir Schengen-eftirlitið hafa brugðist:

Þá skiptir það máli og er enn ein áminningin um það hvernig þetta tengist okkur Íslendingum að við erum líka útvörður í Schengen-samstarfinu. Þeir sem koma frá Bandaríkjunum til Íslands ganga inn í Schengen-samstarfið í gegnum hið íslenska hlið. Og eftir því sem ferðum og flugferðum fólks frá Asíu til Íslands fjölgar, og það mun gerast, þá verðum við í vaxandi mæli hlið og útvörður Schengen-svæðisins." Segir Schengen-eftirlitið hafa brugðist

Á Ísland að taka þátt í Schengen?

Hvers vegna ákváðum við Íslendingar á sínum tíma að vera í því og hvers vegna eigum við að vera í því áfram? Höfum við þá burði, ef við verðum í því áfram, til þess að taka á okkur þær skyldur, sem forysturíki Schengen-samstarfins munu í ljósi þessara atburða knýja okkur á um að taka?"

Forsetinn tekur af skarið

Athyglisvert er að það er forsetinn en ekki utanríkisráðherrann   sem kveður upp úr með að segja sig frá Schengen.

En úrsögn úr Schengen væri einn líkkistunaglinn enn í ESB umsóknina frá 2009. 

Ísland á þegar í stað að segja sig frá Schengen samstarfinu og treysta á eigin landamæraeftirlit sem hæfir sjálfstæðu litlu eyríki sem Ísland er.

Með því er allsekki verið að segja sig frá alþjóðlegu samstarfi í landmæravörslu heldur gera það á eigin forsendum sem eyríki eins og t.d. Bretar gera.

 


Bloggfærslur 22. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband