Þúsundir nýrra starfa í fiski árin 2009- 2012

 Tæplega tvö þúsund ný störf hafa skapast hér á landi við veiðar og vinnslu sjávarafurða frá hruni.
 
 Hún var mjög ánægjuleg fyrir mig greinin í Fréttablaðinu í gær, fimmtudag, en þar er skýrt frá því að  störfum í sjávarútvegi fjölgaði úr 7.200 árið 2008 í 9.100 í árslok 2012:  Skapar þúsundir verðmætra starfa
 
Stjórnun makrílveiðanna skipti sköpum 
Makrílveiðarnar, krafan um fullvinnslu til manneldis og stjórnun veiðanna sem ég beitti mér fyrir sem ráðherra eiga þarna stærstan þátt. Betri aflabrögð eiga líka sinn þátt en bæði strandveiðar og almenn krafa um fullvinnslu alls afla eiga þar líka sinn hlut í fjölgun starfa í sjávarútvegi.
Þá setti ég einnig harðar reglur sem takmörkuðu útflutning á óunnum gámafsiski, en sú aðgerð  skilaði einnig störfum til fiskvinnslunnar hér á landi. 
Fleiri aðgerðir má nefna sem voru mjög umdeildar í minni ráðherratíð en hafa skilað sér í fjölgun starfa og aukinni verðmætasköpun. 
Ég hef áður bent á stjórnun makrílveiðanna og kröfuna um manneldisvinnslu á makríl sem ég kom á.

 

Þeim fáu sem enn gagnrýna aðgerðir mínar sem ráðherra í stjórnun makrílveiðanna væri sæmra að þakka mér fyrir þau verk.

 
Í greininni er bent á að" Fiskvinnslufólki fjölgaði um 1.200 á tímabilinu. Tæplega tvö þúsund ný störf hafa skapast hér á landi við veiðar og vinnslu sjávarafurða frá hruni".
Skýrslan er unnin af hagfræðinemanum Ásgeiri Friðrik Heimissyni  í  samstarfi við Útvegsmannafélag Austurlands

 


Bloggfærslur 8. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband