Vestfirðingar mótmæla lokun og sameiningu heilbrigðisstofnana

 Að hafa einungis eina Heilbrigðisstofnun á Vestfjörðum frá Patreksfirði til Bolungarvíkur er harðlega mótmælt í ályktun sem stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á þriðjudag. Í ályktuninni segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um sameiningu stofnananna sé tekin einhliða og þrátt fyrir kröftug mótmæli sveitarfélaga á Vestfjörðum. Vegurinn milli Pareksfjarðar og Ísafjarðar er lokaður stærstan hluta ársins.

Fjórtðungssambandið vekur athygli á lagafyrirmælum og vinnubrögðum sem ráðherra ber að fylgja eins og fyrirfram samráð og samvinnu við viðkomandi sveitarfélög, sem hann hafi ekki gert.

Ákvörðun ráðherra trúlega lögleysa 

Þá er með öllu óásættanlegt og samrýmist ekki anda laganna að skipan heilbrigðismála í landshlutum sé unnin og framkvæmd þvert á vilja heimamanna.  

Málsgreinin í lögunum  sem reglugerðin leitar stoðar í  hljóðar svo:

Ráðherra getur, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga, ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanir innan heilbrigðisumdæmis með reglugerð.

Fram hefur komið að hið lögbundna samráð og undirbúningsvinna með sveitarfélögunum hefur ekki átt sér stað. Þvert á móti berast afdráttarlaus mótmæli hlutaðeigandi sveitarfélaga og landshlutasamtaka . Fjórðungssambandið mótmælir sameiningunni harðlega

 Hvar eru nú þingmenn Framsóknar

Margir spyrja nú hvar þingmennirnir séu sem börðu sér á brjóst fyrir kosningar um að standa vörð um heilbrigðisstofnanirnar á landsbyggðinni, ekki hvað síst á Vestfjörðum og Norðurlandi .

Gott er fyrir sveitarstjórnarmenn og aðra íbúa þeirra landsvæða sem nú mega sjá fram á lokun heilbrigðisstofnana og stjórnun þjónustunnar færða frá fólkinu að ryfja upp þingsályktun framsóknarmanna frá því skömmu fyrir síðust kosninga:

  

" Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var áður lögð fram á 138. löggjafarþingi (617. mál), 139. löggjafarþingi (41. mál) og 140. löggjafarþingi (120. mál).
    Í tillögunni felst að Alþingi feli velferðarráðherra að undirbúa og leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp þess efnis að fulltrúar sveitarstjórna og starfsmenn heilbrigðisstofnana komi með beinum hætti að skipulagningu þjónustu hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun með skipan stjórnar sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit með rekstri heilbrigðisstofnana og vera ráðgefandi varðandi skipulag og þjónustu stofnunarinnar.
    Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er landinu skipt í heilbrigðisumdæmi þar sem starfa skal heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir. Ráðherra markar stefnu um heilbrigðisþjónustu á grundvelli laganna en forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarafkoma og rekstrarútgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög, sbr. 9. gr. laganna. Í lögunum er hvergi að finna ákvæði sem veitir fulltrúum sveitarfélaga í viðkomandi heilbrigðisumdæmi eða almennum starfsmönnum heilbrigðisstofnana aðkomu að skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Lög nr. 40/2007 felldu úr gildi lög nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á þeim lögum, til að mynda þegar samþykktar voru breytingar sem fólu í sér að stjórnir heilbrigðisstofnana voru lagðar niður, sbr. breytingalög nr. 78/2003. Fyrir þessar breytingar skipaði ráðherra fimm manna stjórnir heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa en þrír fulltrúar voru tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn, einn af starfsmönnum viðkomandi stofnunar og einn án tilnefningar. Umræddar breytingar voru rökstuddar með tilliti til áður samþykktra breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/ 1996, er kváðu á um aukið starfssvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Framangreindar breytingar mættu nokkurri andstöðu enda mikilvægt að viðhalda stjórnum heilbrigðisstofnana, einkum úti á landi, og að sveitarfélögin og starfsmenn geti áfram átt aðild að þeim. Ekki er hægt að halda því fram að embættisleg ábyrgð forstöðumanns verði óljós á meðan stjórnir stofnananna eru fyrst og fremst ráðgefandi og þær hafi ekki ákvörðunarvald. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, bera þær og forstöðumenn stofnana þó ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir séu í samræmi við heimildir. Jafnframt bera stjórnir og forstöðumenn ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til Fjársýslu ríkisins, sbr. 49. gr. laganna.
    Með því að í stjórnum heilbrigðisstofnana sitji fulltrúar sveitarfélaga og starfsmanna stofnananna mun bæði íbúalýðræði og atvinnulýðræði aukast. Með auknum tengslum við þau sveitarfélög sem heilbrigðisstofnun þjónustar tækist betur að samhæfa starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og áherslur í störfum sveitarfélaganna, svo sem í átaks- og kynningarverkefnum, til að mynda í skólum. Það hefur gefist vel að starfsfólk eigi aðild að stjórnum enda getur reynsla þess og nálægð við íbúa verið mikilvæg þegar kemur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu. Að auka íbúa- og atvinnulýðræði með þessum hætti er mikilvægt skref til að styrkja stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins en eitt af áherslumálum hjá sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum um allt land hefur verið að standa vörð um heilsugæsluna. Komi heimamenn og starfsmenn að skipulagningu þjónustunnar mun þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði frekar vera mætt. Það festir betur í sessi að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. "

 Þessi tillaga er mjög fallega orðuð enda verið flutt áður á þinginu.

Hvað segja nú ráðherrar og þingmenn Framsóknar 

 Vinnubrögð heilbrigðisráðherra nú við að leggja niður og sameina heilbrigðisstofnanir á stórum landsvæðum án samráðs og  gegn vilja heimamanna getur varla verið í samræmi við vilja þinmanna Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á samt fjóra þingmenn í Norðvesturkjördæmi, þar af einn ráðherra, auk  aðstoðarmanns forsætisráðherra í hópnum. Þegar ég var ráðherra og þingmaður kjördæmisins stóðum við saman flestir þingmennirnir með fólkinu og hrintum út af borðinu áformum um sameiningu heilbrigðistofnana á svæðinu gegn vilja heimamanna. Hvað verður nú gert?  

Hér áður fyrr þótti dyggð að standa við orð sín. 

he

Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var áður lögð fram á 138. löggjafarþingi (617. mál), 139. löggjafarþingi (41. mál) og 140. löggjafarþingi (120. mál).
    Í tillögunni felst að Alþingi feli velferðarráðherra að undirbúa og leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp þess efnis að fulltrúar sveitarstjórna og starfsmenn heilbrigðisstofnana komi með beinum hætti að skipulagningu þjónustu hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun með skipan stjórnar sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit með rekstri heilbrigðisstofnana og vera ráðgefandi varðandi skipulag og þjónustu stofnunarinnar.
    Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er landinu skipt í heilbrigðisumdæmi þar sem starfa skal heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir. Ráðherra markar stefnu um heilbrigðisþjónustu á grundvelli laganna en forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarafkoma og rekstrarútgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög, sbr. 9. gr. laganna. Í lögunum er hvergi að finna ákvæði sem veitir fulltrúum sveitarfélaga í viðkomandi heilbrigðisumdæmi eða almennum starfsmönnum heilbrigðisstofnana aðkomu að skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Lög nr. 40/2007 felldu úr gildi lög nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á þeim lögum, til að mynda þegar samþykktar voru breytingar sem fólu í sér að stjórnir heilbrigðisstofnana voru lagðar niður, sbr. breytingalög nr. 78/2003. Fyrir þessar breytingar skipaði ráðherra fimm manna stjórnir heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa en þrír fulltrúar voru tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn, einn af starfsmönnum viðkomandi stofnunar og einn án tilnefningar. Umræddar breytingar voru rökstuddar með tilliti til áður samþykktra breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/ 1996, er kváðu á um aukið starfssvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Framangreindar breytingar mættu nokkurri andstöðu enda mikilvægt að viðhalda stjórnum heilbrigðisstofnana, einkum úti á landi, og að sveitarfélögin og starfsmenn geti áfram átt aðild að þeim. Ekki er hægt að halda því fram að embættisleg ábyrgð forstöðumanns verði óljós á meðan stjórnir stofnananna eru fyrst og fremst ráðgefandi og þær hafi ekki ákvörðunarvald. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, bera þær og forstöðumenn stofnana þó ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir séu í samræmi við heimildir. Jafnframt bera stjórnir og forstöðumenn ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til Fjársýslu ríkisins, sbr. 49. gr. laganna.
    Með því að í stjórnum heilbrigðisstofnana sitji fulltrúar sveitarfélaga og starfsmanna stofnananna mun bæði íbúalýðræði og atvinnulýðræði aukast. Með auknum tengslum við þau sveitarfélög sem heilbrigðisstofnun þjónustar tækist betur að samhæfa starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og áherslur í störfum sveitarfélaganna, svo sem í átaks- og kynningarverkefnum, til að mynda í skólum. Það hefur gefist vel að starfsfólk eigi aðild að stjórnum enda getur reynsla þess og nálægð við íbúa verið mikilvæg þegar kemur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu. Að auka íbúa- og atvinnulýðræði með þessum hætti er mikilvægt skref til að styrkja stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins en eitt af áherslumálum hjá sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum um allt land hefur verið að standa vörð um heilsugæsluna. Komi heimamenn og starfsmenn að skipulagningu þjónustunnar mun þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði frekar vera mætt. Það festir betur í sessi að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

 

 



Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var áður lögð fram á 138. löggjafarþingi (617. mál), 139. löggjafarþingi (41. mál) og 140. löggjafarþingi (120. mál).
    Í tillögunni felst að Alþingi feli velferðarráðherra að undirbúa og leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp þess efnis að fulltrúar sveitarstjórna og starfsmenn heilbrigðisstofnana komi með beinum hætti að skipulagningu þjónustu hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun með skipan stjórnar sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit með rekstri heilbrigðisstofnana og vera ráðgefandi varðandi skipulag og þjónustu stofnunarinnar.
    Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er landinu skipt í heilbrigðisumdæmi þar sem starfa skal heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir. Ráðherra markar stefnu um heilbrigðisþjónustu á grundvelli laganna en forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarafkoma og rekstrarútgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög, sbr. 9. gr. laganna. Í lögunum er hvergi að finna ákvæði sem veitir fulltrúum sveitarfélaga í viðkomandi heilbrigðisumdæmi eða almennum starfsmönnum heilbrigðisstofnana aðkomu að skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Lög nr. 40/2007 felldu úr gildi lög nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á þeim lögum, til að mynda þegar samþykktar voru breytingar sem fólu í sér að stjórnir heilbrigðisstofnana voru lagðar niður, sbr. breytingalög nr. 78/2003. Fyrir þessar breytingar skipaði ráðherra fimm manna stjórnir heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa en þrír fulltrúar voru tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn, einn af starfsmönnum viðkomandi stofnunar og einn án tilnefningar. Umræddar breytingar voru rökstuddar með tilliti til áður samþykktra breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/ 1996, er kváðu á um aukið starfssvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Framangreindar breytingar mættu nokkurri andstöðu enda mikilvægt að viðhalda stjórnum heilbrigðisstofnana, einkum úti á landi, og að sveitarfélögin og starfsmenn geti áfram átt aðild að þeim. Ekki er hægt að halda því fram að embættisleg ábyrgð forstöðumanns verði óljós á meðan stjórnir stofnananna eru fyrst og fremst ráðgefandi og þær hafi ekki ákvörðunarvald. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, bera þær og forstöðumenn stofnana þó ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir séu í samræmi við heimildir. Jafnframt bera stjórnir og forstöðumenn ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til Fjársýslu ríkisins, sbr. 49. gr. laganna.
    Með því að í stjórnum heilbrigðisstofnana sitji fulltrúar sveitarfélaga og starfsmanna stofnananna mun bæði íbúalýðræði og atvinnulýðræði aukast. Með auknum tengslum við þau sveitarfélög sem heilbrigðisstofnun þjónustar tækist betur að samhæfa starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og áherslur í störfum sveitarfélaganna, svo sem í átaks- og kynningarverkefnum, til að mynda í skólum. Það hefur gefist vel að starfsfólk eigi aðild að stjórnum enda getur reynsla þess og nálægð við íbúa verið mikilvæg þegar kemur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu. Að auka íbúa- og atvinnulýðræði með þessum hætti er mikilvægt skref til að styrkja stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins en eitt af áherslumálum hjá sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum um allt land hefur verið að standa vörð um heilsugæsluna. Komi heimamenn og starfsmenn að skipulagningu þjónustunnar mun þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði frekar vera mætt. Það festir betur í sessi að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

ilbrigðisþj

 

 


Bloggfærslur 19. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband