ESB umsóknin dauð - Framkvæmdastjóri ESB hafnar aðild Íslands.

Barátta ESB andstæðinga fyrir frjálsu Íslandi hefur skilað árangri. Nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lokað á inngöngu Íslands í sambandið.

Hann telur að framhald umsóknar Íslands muni aðeins skaða innri þróun ESB.

 

ESB stækki ekki næstu fimm árin Myndskeið 

Ísland mun ekki hljóta inngöngu í Evrópusambandið næstu fimm árin

 

Reyndar var furðulegt á sínum tíma að ESB skyldi taka við umsókninni með yfirlýstri andstöðu megin þorra íslensku þjóðarinnar og mikill meiri hluti alþingismanna lýsti sig fyrirfram andvígan inngöngu  í Evrópusambandi.

Það voru aðeins svæsnustu merðir íslenskra stjórnmála í forystuhópi í ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem keyrðu ESB-umsóknina í gengum Alþingi og lýstu sig þar með reiðubúna til að framselja fullveldi þjóðarinnar og yfirráð yfir auðlindum sínum til erlends ríkjasambands.

Sem betur fer voru líka einstaklingar og hópar sem börðuðst hart gegn þessu ferli og lögðu allt undir í þeim efnum til varnar sjálfstæði þjóðarinnar.

Samningaferlið var í raun stöðvað í árslok 2011 þegar því var hafnað að gefa eftir forræði Íslendinga yfir sjávarauðlindinni, eigin matvælaframleiðslu og öðrum náttúruauðlindum þjóðarinnar, Staðið var fast á því að Íslendingar hefðu forræði á samningum á rétti þjóðarinnar í þessum málum á alþjóðavettvangi.

 

Afturkalla á ESB umsóknina formlega og loka Evrópustofu.

Í samræmi við gang mála hjá ESB og vilja Íslensku þjóðarinnar ætti það að vera Alþingi auðvelt að ljúka þessu sorglega máli af sinni hálfu:

 

Mikilvægt er að stjórnarflokkarnir standi við loforð sín og afturkalli  umsóknina að ESB og loki stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins hér landi:

 Umsóknin á ekki að liggja eins og hvert annað næturgagn  á skrifstofum í Brüssel sem ESB sinnar geti gripið til þegar þeim sýnist svo.

 

 


Bloggfærslur 16. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband