Aðalfundur Heimssýnar í kvöld kl. 20

 Sérstakur gestur fundarins er Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri, en hann er höfundur viðauka 1 við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarumsókn Íslands að ESB.

Hann ræðir um  "Aðildarumsókn Íslands í sögulegu ljósi og stöðu mála innan Evrópusambandsins". - Hver  er staðan?

  -  Heimssýn -hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum - boðar til aðalfundar í kvöld kl. 20 í Snæfelli, Hótel Sögu.

Heimssýn er þverpólitísk samtök sem berjast fyrir opnu og sjálfsstæðu Íslandi utan ESB -klúbbsins.

Ég hef oft velt fyrir mér spurningum eins og: 

Hvað vissu þingmenn um aðildarferið að ESB áður en þeir samþykktu að senda beiðni um inngöngu í sambandið  vorið 2009 ?

Héldu þeir í raun að hægt væri að semja sig frá grunnskilyrðum ESB aðildar?

Ætli að þingmenn hafi þá lesið grunnatriði stækkunarferlis ESB sjálfs áður en þeir greiddu atkvæði ?: 

 Aðildarviðræður snúast um skilyrði um tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu.  Um þessar reglur … verður ekki samið.“ 

Svo virðist t.d. ekki vera hjá þingmönnum sem sögðu já við umsókninni en sögðust samt vera á móti aðild.

Mikilvægt er að ljúka "bjölluatinu í Brussel" og afturkalla umsóknina eins og núverandi stjórnarflokkar hafa lofað.

Allt áhugafólk um feril og stöðu ESB umsóknar Íslendinga og ástandið innan Evrópusambandsins er hvatt til að koma og kynna sér málin.

 

 


Bloggfærslur 9. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband