Þjóðarsáttar er þörf um heilbrigðismálin

Það er engin framtíðarlausn að skera niður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, loka skurðsstofum og þjónustuverkum og flytja öll læknisverk á Landspítalann eða til Akureyrar.  Heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni látið blæða út

Sú hefur þó verið stefna stjórnvalda undanfarin ár og er nú að bíða skipbrot. Það sem við uppskerum er skert og óöruggari þjónusta á hjá íbúum landsbyggðarinnar, þeim gert að fara til Reykjavíkur með ærnum kostnaði.

Eins hefur það sýnt sig að Landspítalinn hefur enga getu til að taka á móti stórauknum fjölda sjúklinga sem áður var sinnt á öðrum sjúkrahúsum. Hann má ekki hafa það sem stefnu að soga til sín öll læknisverk í landinu.

Landspítalinn á að helga sig sérhæfðum aðgerðum og þjónustu. Þess vegna þarf að halda í  virkri notkun bæði almennri og  sérhæfðri aðstöðu og búnaði sem er til staðar víða um land.

Kjör heilbrigðisstarfsfólks verða hinsvegar  að bæta og þau  verða með þeim hætti að hægt sé bæði að manna vel heilbrigðisþjónustuna og þróa hana tæknilega.

Heilbrigðisráðherra á villigötum 

 Forkastanleg er framganga heilbrigðisráðherra sem  beitir sér fyrir að leggja niður heilbrigðisstofnanir  í heilum landshlutum og sameina  hreyturnar í eina fyrir heila landshluta. Þannig verður nú ein fyrir allt Vesturland, ein fyrir alla Vestfirði, ein fyrir allt Norðurland, ein fyrir Austurland og ein fyrir allt Suðurland .Vestfirðingar mótmæla lokun og sameiningu heilbrigðisstofnana .

 Eitt stærsta ágreiningsefni síðustu ríkisstjórnar 

 Tekist var hart  á um heilbrigðismálin, niðurskurð, lokanir  og sameiningu heilbrigðisstofnana í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Fór svo að hluti þingflokks Vg neitaði að styðja fjárlagafrumvarpið með þeim mikla niðurskurði til heilbrigðismála sem þá var boðaður og formenn stjórnarflokkanna vildu. Áform um lokanir fjölda heilbrigðisstofnana voru stöðvaðar í ríkisstjórn og af hluta þingmanna VG sbr. atkv. greiðslur frá þeim tíma.

 Það er því hálf hrokafullt að heyra fyrrverandi formann og varaformann Fjárlaganefndar í ríkisstjórn Jóhönnu berja sér á brjóst í hinni alvarlegu stöðu sem heilbrigðismálin eru í nú. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/03/kirkjan_ekki_faer_adur_vegna_innanmeins/

Þau skötuhjú, formaður og varaform fjárlaganefndar veittust m.a. á sínum tíma með fúkyrðum að þjóðkirkjunni og biskupi  sem þá hvatti til  þjóðarstuðnings við Landspítalann. Sbr ummmæli  þeirra frá þeim tíma.http://www.ruv.is/frett/undrast-sofnun-kirkju-sem-bad-um-meira-fe http://www.bvg.is/bvg/2013/01/03/politiskar-akvardanir-umfram-annad

Það virðist því miður hafa skipt litlu máli hver fer með stjórnvölinn í ríkisstjórn síðust árin. 

Staðreyndin er sú að síðan 2003 hefur heilbrigðiskerfið smátt og smátt verið holað að innan og virðist litlu hafa skipt, hver ríkisstjórnin er.  Þá var lögum um heilbrigðisþjónustu breytt, brautin rudd fyrir einkavæðingu, niðuskurð,  lokanir og  órökstuddar  sameiningu stofnana.

Hugtakinu heilbrigðisþjónustu var breytt í heilbrigðisrekstur. Hver man ekki eftir tillögunni um Landspítalann hf.?


Hvar eru nú þingmenn Framsóknar?

Margir spyrja nú t.d. hvar þingmennirnir séu sem börðu sér á brjóst fyrir kosningar um að standa vörð um Landsspítalann og  heilbrigðisstofnanirnar á landsbyggðinni, ekki hvað síst á Vestfjörðum og Norðurlandi .

Gott er fyrir sveitarstjórnarmenn og aðra íbúa þeirra landsvæða sem nú mega sjá fram á lokun heilbrigðisstofnana og stjórnun þjónustunnar færða frá fólkinu að ryfja upp þingsályktun framsóknarmanna frá því skömmu fyrir síðust kosninga:

  

" Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað."

 Þjóðarsáttar er þörf

 Fyrir starfsemi Landspítalans er mikilvæg ölfug heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni og  í nærsamfélagi fólksins. Jafnframt er okkur öllum miklvægt að hafa tæknivæddan Landspítala og gott sér menntað fagfólk, staðsettan við innanlandsflugvöllinn

Það er þörf á þjóðarsátt um endurskoðað  skipulag, forgaangsröðun og fjármagn til heilbrigðisþjónustu landsmanna. 


Bloggfærslur 30. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband