Að standa í lappirnar á þjóðrétti Íslendinga

Það vantar pólitíska forystu í landbúnaðarráðuneytið til að fara með hagsmuni og ábyrgð Íslands á alþjóðavettvangi.

Nýfallin er dómur Eftirlitsstofnunar Efta um að við þurfum að fara að viðskiftakröfum ESB og heimila innflutning á hráum ófrosnum kjötvörum og öðru hrámeti úr í landbúnaðarafurðum.

Viðbrögð ráðuneytisins  var að bugta sig og beygja fyrir þessu erlenda valdboði með ráðherrann þar í fararbroddi.

  EES samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi ef landbúnaður, fiskveiðar og matvæla- og dýraheilbrigði hefði ekki verið þar undanskilinn.   

Vissulega var þessi innflutningur á hráu ófrosnu kjöti  ein af kröfum Evrópusambandsins fyrir inngöngu Íslands í Sambandið.

Undir það voru margir ESB aðildarsinnar reiðubúnir að gangast.

Það þarf  ekki að koma á óvart að einn harðasti ESB sinninn í ríkisstjórn skuli sem landbúnaðarráðherra  fagna þessum Eftadómi og útvíkka áhrif hans sem mest.

Staðreyndin er hinsvegar sú, að Ísland er ekki aðili að stefnu ESB í landbúnaðarmálum og því hefur dómurinn ekki lögsögu yfir stefnu og aðgerðum íslenskra stjórnvalda í þeim málaflokki, né heldur byggða og búsetu málum. 

Enn fremur er kveðið á um í 13. grein EES samningsins að aðildarríki geti gripið til aðgerða "til verndar heilsu manna og dýra" í sinu heimalandi.

Ísland er fullvalda ríki og hlýtur sjálft að meta til hverra aðgerða það telur nauðsynlegt að grípa til í því skini.

Efta dómstóllin kvað upp úrskurð sinn á hreinum tæknilegum, viðskiptalegum forsendum eins og um væri að ræða iðnaðarvöru í alþjóðlegri samkeppni. 

Það er svo sem eðlilegt því hann hefur ekki lögsögu í málum sem varða fullveldisákvarðanir Íslendinga eða málum sem ekki heyra á neinn hátt undir dóminn.

Það sést best á að hann forðast að taka afstöðu til 13. greinar EES samningsins um sjálfstæðan rétt þjóða til  grípa til aðgerða "til verndar heilsu manna og dýra". 

Við erum líka aðilar að alþjóðlegum samningum um verndun einstæðra búfjártegunda og dýra afbrigða sem gætu verið í útrýmingarhættu. Það gildir einnig um byggð og búsetu  og  verndun menningar á dreifbýlum svæðum  Þannig má áfram telja.  Það er á ábyrgð hverrar þjóðar að axla þar ábyrgð á eigin forsendum.

Það er því í sjálfu sér fagnaðarefni að Efta-dómurinn skuli ekki fara inn á svið sem hann hefur enga lögsögu yfir.

 Lögin voru sett  á Alþingi Íslendinga 2009  við innleiðingu matvælalögjafar ESB.

Þar var kveðið á um að  viðhalda banni á innflutningi á hráum kjötvörum, mjólk og eggjum.

Lögin vöru samþykkt mótatkvæðalaust.

Þau lög standa  þar til og ef Alþingi breytir þeim.

Til þess að svo verði gert þarf meiri og aðrar röksemdir  en dóm Efta dómstólsins varðandi viðskipti með almennar framleiðslu- og iðnaðarvörum.

Íslensk stjórnvöld þurfa að standa fast í þessu máli, ákveðið og pólitískt og allsekki gefa neinar væntingar um að því verði breytt.

Ég efast um að nokkrir raunverulegir pólitískir valdsmenn í Brüssel hafi sannar hugmyndir um þetta mál.

Heldur séu það eingöngu lægra settir embættismenn landanna sem "lifa og hrærast í skriffinsku  kerfinu" drifin áfram af íslenskum innflutningsfyrirtækjum sem sjá sér mikla gróðavon í að rústa innlendu dýraheilbrgigði og íslenskum búfjárkynjum og þar með innlendri matvælaframleiðslu og búsetumynstri.

Ég get nefnt dæmi sem tekist var á um í minni ráðherra tíð þegar setja átti bann á útflutning á saltfiski frá Íslandi til ESB landa. 

Þá var setttur pólitískur starfshópur undir forystu Atla Gíslasonar alþingismanss og hæstaréttarlögmanns og rætt beint við pólitíska ráðamenn í Brüssel. Og eftir nokkra fundi fékkst bannið féllt niður.

Þetta mál um bann við innflutningi á hráu kjöti  þarf öfluga pólitiska forystu sem hefur bæði sjálfstraust og  styrk til að taka það út úr embættiskerfinu og verja og sækja pólitiskt á grundvelli  fullveldisréttar Íslendinga.

Þeim sjónarmiðum þarf að koma beint og milliliðalaust til æðstu valdamanna ESB.

Ef það gengur ekki  þá þarf krefjast endurskoðunar á EES samningnum ef þurfa þykir.

Það ætti þó ekki að vera nauðsynlegt til þess að tryggja okkar eigin fullveldisrétt sem við ráðum sjálf sem þjóð eins og í þessu máli.


Náttúruvernd og umhverfismál ?

Það vakti athygli hve náttúruvernd og umhverfismál fengu lágan sess í áherslum flokkanna við síðustu alþingiskosningar.

Gjarnan var frekar veist að þeim frambjóðendum sem héldu þeim áherslum á lofti.

Sumir rugluðu saman aukinni skattheimtu og  hugsjónum náttúruverndar. 

Sérstöðu hafði þó Björt framtíð með umhverfisráðherrann Björt Ólafsdóttur í fararbroddi. En þau héldu best fána umhverfisins á lofti og því að náttúran skyldi njóta vafans í verkum mannanna. 

Svo sannarlega er hægt að hrósa Björt fyrir frammistöðuna og áræðnina sem hún sýndi í þágu náttúrunnar á stuttum ferli sínum sem ráðherra.

  Nú hefur Björt framtíð þurrkast út af þingi og  mörgum unnendum fjölbreyttar íslenskrar náttúru er órótt um að söm verði örlög  hugsjóna náttúruverndar í störfum nýkjörins alþingis.

Vonandi að svo verði ekki, en þá þurfa þingmenn heldur betur að taka sig á. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband