Bylting í krabbameinsmeðferð

Ný lyf gegn ákveðinni tegund brjóstakrabbameins gefa mjög góða raun. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

 Ný krabbameinslyf lofa góðu.

Í blaðinu eru raktar stórstígar framfarir í greiningu og meðferð brjóstkrabbameins sem getur verið margskonar.

" Við viljum helst geta raðgreint krabbameinsæxli allra nýgreindra" segir Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum. Þannig er hægt að velja þau lyf sem eru bæði sértæk og gefa minnstar aukaverkanir.

En ný krabbameinslyf eru dýr og illfáanleg og sérstaklega ef þau eru á svokölluðu tilraunastigi.

" Við höfum náð að fá flest brjóstakrabbameinslyf sem eru með skráða ábendingu og þau mikilvægustu að við teljum En það er mikil vinna að baki, umsóknin þarf að fara í gegnum margar nefndir og síðan  Lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingar Íslands þurfa að samþykkja greiðsluþátttöku".

Í dag er fæðingardagur Katrínar Kolka dóttur okkar en hún fæddist þennan dag 1982 og lést úr brjóstakrabbameini 27 febrúar 2011, sem tók hana mjög hratt.

Katrín var sjálf hjúkrunarfræðingur og leitaði ákaft að nýjum lyfjum og meðferðum sem að gagni mætti koma. Bágborinn tækjakostur Landspítalans og læknaskortur var einnig mjög erfiður.  

En Katrín kynntist því líka sem Valgerður nefnir í mbl. viðtalinu, hve erfitt og seinvirkt það var að sækja um ný lyf sem mætti prófa eða komið að gagni en gekk ekki þrátt fyrir góðan stuðning lækna og fleiri aðila. Og krabbameinið bíður ekki á meðan. En nú eru komin ýmis lyf og greiningar sem voru ekki tiltæk þá, þótt ekki sé víst að þau hefðu hjálpað henni.

Það er því ánægjulegt að lesa þessa umfjöllun í Morgunblaðinu um þær framfarir í lyfjum og greiningum brjóstakrabbameins á síðustu misserum og væntingar til aukinna framfara á þeim sviðum.

 


Jeremy Corbyn sigrar með glæsibrag

Hinn róttæki leiðtogi breska Verkamannaflokksins sigraði með glæsibrag í nýafstaðinni formannskosningu. Corbyn fékk 62% atkvæða sem er hærra hlutfall en hann fékk þegar hann var fyrst kosinn formaður fyrir ári.(Cor­byn end­ur­kjör­inn formaður, mbl.is)

ESB sinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins höfðu knúið fram formannskosningu vegna óánægju þeirra með framgöngu Corbyns í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn úr bandalaginu.

Corbyn hafði á sínum tíma verið andvígur inngöngu Breta í Evrópusambandið.

 Yfirburðasigur Corbyns þykir ósigur fyrir ESB- aðildarsinnana og styrkja afdráttarlausa afstöðu Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu og endurheimt fullveldisins.

Ætti þetta að vera skýr skilaboð til leiðtoga vinstriflokka á Íslandi sem enn gæla við framsal fullveldis og inngöngu í ESB

 Skipt­ar skoðanir um full­veld­is­framsal


Átökin um fullveldið

ESB umsókn og heimildir til framsals á fullveldi Íslands verða eitt stórra mála kosninganna í haust. Svo ótrúlegt sem það er í ljósi þróunar í Evrópu á síðustu misserum

Hinn nýi flokkur Viðreisn teflir grímulaust fram hörðustu ESB sinnununm á hægri væng stjórnmálanna, Þorgerði Katrínu, Þorsteini Pálssyni, Benedikt Jóhannessyni, Pavel Bartosek, Þorsteini Víglundssyni og svo mætti áfram telja. Flest þungavigtarfólk af skrifstofu svokallaðra Samtaka atvinnulífsins fylla flokkinn.

Formaður Já Ísland sem berst fyrir inngöngu í ESB er að sjálfssögðu innanborðs. Búist er jafnvel  við að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sláist fljótlega í hópinn. Aðal áhersla virðist lögð á áframhald ESB umsóknarinnar, fullveldisframsal og inngöngu í ESB.

 Hverjum er treystandi

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heyktist á því að ganga milli bols og höfuðs á ESB-umsókninni eins og þeir lofuðu fyrir síðustu kosningar.

 Það er því ljóst að þeir flokkar sem nú eru á þingi hafa skertan trúverðugleika til að berjast gegn aðild að Evrópusambandinu og nú bætist Viðreisn í hóp þeirra sem vilja ganga í sambandið.

 Samfylkingin, Píratar og Björt framtíð hafa ESB aðild á stefnuskrá sinni og  VG er áfram tvístígandi, með og á móti aðild og sumir vilja halda áfram að "kíkja í pakkann".

Helst er von til að VG leiti aftur til uppruna síns og fylgi grunnstefnu sinni í sjálfsstæðismálum og herðist upp á nýtt í andstöðu við fullveldisframsal og inngöngu í ESB. 

Svissneska þingið afturkallaði formlega umsókn sina að ESB

Svissneska þingið ákvað nýlega að afturkalla formlega umsókn sína um aðild að ESB  frá 1991, sem aðrir höfðu talið dauða. Tilvist umsóknarinnar truflaði uppbyggingu tvíhliða samninga milli Sviss og ESB, en ESB taldi umsóknina áfram virka.

 Bretar ganga til tvíhliða samninga við ESB

Þetta sama þyrfti Alþingi Íslendinga að gera áður en því lýkur í haust, afturkalla ótvírætt ESB umsóknina frá 2009 og hefja endurskoðun á aðild okkar að EES samningnum. Tvíhliða samningar Breta við ESB gefa okkur tækifæri til að endurmeta aðild Ísland að EES  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband