Vinir Jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts gleðjast

Jökulsárnar í Skagafirði og Skjálfandafljót fara í verndarflokk samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar um orkunýtingu og vernd.

Ein­hug­ur ríkti um niður­stöðuna  segir í skýrslu nefndarinnar.

 Þetta er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur sem höfum barist fyrir friðun þessara vatnasvæða gegn virkjunum. Samtök heimafólks stóðu vaktina og lögðu hart að sér í baráttunni fyrir verndun Jökulsánna.

Tillögur verkefnisstjórnarinnar nú um að þessi miklu og fallegu vatnasvæði fari í verndarflokk og einhugur sé um það í hópnum  eru því vinum Jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts mikið fagnaðarefni.


Að styrkja beina lýðræðið

 Tillögur stjórnarskrárnefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda styrkja tvímælalaust beina lýðræðið.

Verði tillögurnar að lögum og komist í stjórnarskrá eiga kjósendur tvenna möguleika til þess að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Annarsvegar með aðkomu forseta Íslands að óbreyttum málskotsrétti samkv. 26. grein stjórnarskrárinnar eins og við höfum kynnst  og hinsvegar með beinni áskorun og undirskrift 15% kjósenda.

Mér kom á óvart að virtur lagaprófessorar eins og Björg Thorarensen láti hafa eftir sér að núverandi 26. grein í stjórnarskrá grafi undan nýrri grein sem veitir kjósendum aukinn og beinan rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðgreiðslum.( Mbl.is greinir svo frá fundi í Lögbergi H.Í. í dag) : Leið forsetans greiðari

Mörgum er enn í nöp við forsetann

"Björg seg­ir það því vera sína skoðun að þeir kjós­end­ur sem hafi heita skoðun á ein­hverju máli haldi því áfram að leita til for­set­ans. „Þessi staða mun að mínu vita grafa und­an virkni þessa nýja ákvæðis.“ Ómögu­legt sé líka að spá fyr­ir um viðbrögð for­seta. „Það má kannski reyna að reikna út hvað Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son myndi gera en það er bara ekki nóg“, seg­ir Björg og bend­ir á að enn meiri óvissa skap­ist með nýj­um for­seta".  Mbl. 16.3. Leið forsetans greiðari

Og er það bara ekki allt í lagi að auka rétt kjósenda til beinnar aðkomu að málum

 ESB sinnar æmta yfir stjórnarskrártillögunum

Það er annars makalaust hve hörðustu ESB sinnunum er mikið í mun að afnema málskotsrétt forsetans í stjórnarskrá og fá þar inn ákvæði um fullveldisframsal.

"Stjórn­ar­skrár­nefnd fær fall­ein­kunn frá Skúla Magnús­syni, fyrr­ver­andi nefnd­ar­manni og formanni dómarafélags Íslands, vegna þess að henni mistókst að leggja fram til­lögu um framsal rík­is­valds í þágu alþjóðasamn­inga. Seg­ist hann von­ast til að end­urupp­töku­próf verði til að nefnd­in geti hysjað upp um sig bux­urn­ar" 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/24/falleinkunn_stjornarskrarnefndar/

Ég var nú líka hissa á því á sínum tíma þegar lögfróðir einstaklingar og sómakærir eins og Björg Thorarensen létu hafa sig í að sitja í og verða varaformaður í samninganefndinni um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En sú vinna þeirra fól einmitt í sér skuldbindingar og undirskrift um víðtækt framsal á fullveldi þjóðarinnar, nokkuð sem gekk í berhögg við grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sem betur fer eru ákvæði um framsal fullveldis ekki inni í núveranndi tillögum stjórnarskrárnefndar.

 


Nýr Landspítali á nýjum stað

Það er fullkomlega óboðlegt að ætla sjúklingum að lifa og búa við jarðsprengingar, byggingarkrana, þjöppur og steypubíla næstu árin á sjálfum aðalspítala þjóðarinnar. Ég hef setið þar hjá sjúklingi á Landspítalanum og við minniháttar sprengingar. Fullheilbrigður maður myndi varla þola það að liggja bundinn við rúmið við slíkar stór sprengingar hvað þá sjúklingur.

Það liggur fyrir að nánast ekkert af núverandi húsnæði Landspítalans getur nýst varanlega áfram nema vera endurbætt verulega eða frá grunni.

Það er sjúklingi sem berst fyrir lífi sínu  og heyrir sírenuvælið, loftvarnarmerkið á undan sprengingunni lítil huggun að þetta verði nú allt annað og betra eftir 8 til 10 ár.

Þær fréttir og sú staðreynd að verið sé að skera niður starfsemi á sjúkrahúsunum á landsbyggðinni er mjög mótsagnakennd í allri þessari umræðu.  Hvernig er með nýja hátæknisjúkrahúsið í Reykjanesbæ, hvernig er það nýtt?.

Þjóðinni virðist ofviða að reka núverandi heilbrigðis og sjúkrahúsþjónustu sómasamlega vegna fjárskorts og "hagræðingaraðgerða" eins og t.d. lokun St. Jósefspítala í Hafnarfirði eða með lokunum, sameiningum og skerðingum á starfsemi heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Við þurfum svo sannarlega nýjan Landspítala en hann á að byggjast á öðrum stað, við Vífilsstaði eða í Keldnalandi t.d. Það bætir lítið úr skák að setja  núverandi starfsemi Landspítalans í algert uppnám næstu árin, á stað sem er alltof þröngur stakkur skorinn hvað land og rými varðar.

Arður af bönkum og tekjur góðærisins gera það kleyft að byggja nýjan spítala hratt og vel. Jafnframt verði haldið við núverandi sjúkrahúsbyggingum og landsbyggðarsjúkrahúsin nýtt betur og þjónustan þar efld í stað þess að draga hana þar saman.

Ég tek undir með Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur heilbrigðis- og skiplagsverkfræðings sem segir í viðtali. (Sama fólkið sem fer yfir sömu skýrslurnar)

Ástandið sem er núna á Hringbrautarlóðinni, það ætti að vera síðasta upphrópunarmerki til þeirra sem taka þessar ákvarðanir um að hætta við og fara að gera þetta af skynsemi annars staðar. Bæði er aðkoman að lóðinni skelfileg. Bílastæðin eru færri og komin einhvers staðar þar sem fólk veit ekki hvar þau eru og síðan eru sjúklingar með heyrnartól út af látunum í þessum byggingaframkvæmdum.

Framkvæmdirnar séu rétt að byrja. Sama fólkið sem fer yfir sömu skýrslurnar) eyjan

Það er ekki byrjað að sprengja og þegar spreningunum er lokið verða þarna háværar vinnuvélar í töluverðan tíma og þetta er bara lítið sýnishorn af því sem koma skal fyrir framan barnaspítalann og þvert í gegnum allar lóðir, þvert á milli bygginga, til þess að koma tengigöngunum fyrir."

Það er ekki kræsileg sýn ef þjappa á nánast allri sjúkrahúsþjónustu landsmanna næstu árin   á einn stað undir  sírenuvæli eins og  á stríðstímum, hávaða byggingakrana og hristings vegna jarðsprenginga .  Eigum við ekki heldur bara að banna fólki að verða veikt þennan tíma.


Frakkar vilja kjósa um úrsögn úr ESB

Frakkar og Hollendingar vilja kjósa um úrsögn úr ESB.   Mikilvægt  er að Ísland afturkalli  formlega og ótvírætt unmsóknina að Evrópusambandinu

  "Meiri­hluti Frakka vill þjóðar­at­kvæði um veru Frakk­lands í Evr­ópu­sam­band­inu eða 53% sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem gerð var af Ed­in­borg­ar­há­skóla. Fleiri voru einnig hlynnt­ir slíku þjóðar­at­kvæði en and­víg­ir í Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni."  Mbl.is 14.03.

Fleiri þjóðir ESB vilja þjóðar­at­kvæði


Fyrir hverja eru " Samtök atvinnulífsins"

 Þau börðust fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku Evru og gera enn. Samtök atvinnulífsins tóku þátt í og  studdu bankabóluna og útrásina sem setti allt fjármálakerfi Íslands á hliðina 2008.

Aldrei hafa þau gert upp hlut sinn í þeim ósköpum eða beðist afsökunar. 

Samtök atvinnulífsins studdu Icesavesamningana af miklu afli.  Samtök atvinnulífsins lögðust gegn því að Evrópusambandsumsóknin væri stöðvuð og dregin til baka.

Umboðslausar ályktanir SA ?

Samtök atvinnulífsins og stjórn þess er reyndar ótrúlegur félagskapur. Sú spurning vaknar hvar þau fái umboð til stórpólitískra ályktana eða til leggjast gegn einstaka atvinnugreinum eins og landbúnaði og matvælavinnslu í landinu.

Meðmæli þegar SA er móti

Nú leggjast samtök atvinnulífsins af öllu afli með fundarhöldum, yfirlýsingum og þungum áróðri gegn nýgerðum búvörusamningi.

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn hagsmunum neytenda  um holla og góða matvöru, gegn hagsmunum matvælavinnslunnar í landinu og þeim fjölda starfa sem þar eru, gegn öryggi og hagsmunum bænda sem í landbúnaðinum starfa.

SA er á móti sam­þykkt bú­vöru­samninganna.

Það gætu verið meðmæli með búvörusamningunum ef Samtök atvinnulífisns leggst gegn þeim.  Af framantöldu er ljóst hverra hagsmuna þessi samtök ganga, enda fylgja þeim fast stórinnflytjendur, stjórnendur lífeyrissjóða sem eiga innflutninginn og smásöluna í matvöru í landinu.

 


Svissneska þingið afturkallar umsóknina að ESB

Svissneska þingið hefur samþykkt með 126 atkvæðum gegn 46 að draga formlega til baka umsókn sína um inngöngu í Evrópusambandsins sem verið hefur á ís síðan 1992. Umsókn Sviss hefur haft svipða stöðu og Íslands að vera sett ótímabundið á ís. Nú vilja Svisslendingar stíga skrefið til fulls og að þingið afturkalli umsóknina formlega. 

Spurning er nú hvort ríkisstjórn Íslands hefur kjark og þor til að fylgja í kjölfar Sviss og afturkalla umsókn Íslands að ESB  eins og lofað var fyrir síðustu kosningar.

( Mbl.is ESB-um­sókn Sviss verði dreg­in til baka )

"Sviss­neska þingið samþykkti í gær með 126 at­kvæðum gegn 46 að draga form­lega til baka um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem verið hef­ur á ís frá því að sviss­nesk­ir kjós­end­ur höfnuðu aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 1992. Viðræður höfðu þá haf­ist um inn­göngu í sam­bandið en í kjöl­far þjóðar­at­kvæðis­ins ákváðu sviss­nesk stjórn­völd að hætta þeim og setja um­sókn­ina á ís þar sem hún hef­ur verið síðan." 

Nú hefur ríkisstjórn Íslands enga afsökun og á að leggja þegar í stað  fyrir Alþingi tillögu um afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu og fylgja henni eftir eins og lofað var

 


Á Búnaðarþingi

Við höfum sem betur fer sjálfstæði og fullveldi til að gera nýjan búvörusamning sjálf og takast á um hann á heimavelli. Það væri útilokað ef Ísland hefði gengið í ESB.

Sem betur fer tókst að stöðva Evrópusambandsumsóknina sem var keyrð áfram í miklu offorsi af formönnum Samfylkingar og Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn. Ef þeim hefði orðið að ósk sinni væri Ísland nú komið inn í Evrópusambandið og ekki verið að semja um matvæla- og fæðuöryggi landsmanna í búvörusamningi milli ríkisvaldsins og bænda.

Slík umræða ef nokkur væri, myndi fara fram í skrifstofubákninu í Brüssel.  

Við getum að sjálfssögðu deilt um nýjan búvörusamning og mér finnst sjálfum alltof mikil Brüssellykt af honum og daður við stefnu og kröfur ESB sem henta enganvegin hér á landi. 

Vert er að minnast þess að þegar núgildandi búvörusamningur var framlengdur í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur  krafðist fjármálaráðherra þess, að hann væri undirritaður með fyrirvara um, að ef gengið yrði í Evrópusambandið á gildistímanum þá mætti endurskoða samninginn eða fella úr gildi í samræmi við kröfur Evrópusambandsins.

Þeir sem nú tala fjálglegast jafnvel frá hjartanu um stuðning við íslenskan landbúnað ættu að minnast þessarar nýliðnu fortíðar. Að vísu hefur hjartað fjögur hólf.

Mér var hugsað til þessa alls meðan ég hlustaði á hástemmdar  ræður á Búnaðarþinginu.

ESB aðildarsinnar gráta

Hörðustu ESB sinnar gráta það enn að hafa ekki komist inn í dýrðina í ESB. Þeir kenna landbúnaðinum um og  finna búvörusamningunum allt til foráttu. Sérstaklega er þeim í nöp við það, að forsjá búvörusamninga skuli enn vera í höndum Íslendinga sjálfra en ekki í Brüssel.

 Mér finnst hinsvegar dapurlegast að sjá í nýgerðum tollasamningum við Evrópusambandið að hagsmunum íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu er ógnað með stórauknum tollfrjálsum innflutningi á vörum sem við nú framleiðum hér á Íslandi, hollari en í nokkru öðru nágrannalandi.

Finn ég þar lyktina af því sem var að gerast neðanjarðar í aðlögunarsamningunum við Evrópusambandið á sínum tíma.

 Ég sem ráðherra  hafnaði skilyrðislausri tollaeftirgjöf á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu og fékk lögfest bann á innfluttu hráu ófrosnu kjöti. Í því fólust ekki hvað síst hagsmunir neytenda.

Fram fyrir íslenskan landbúnað 

Í nýjum tollasamningi nú sem á eftir að fara fyrir þingið er verið að láta um of undan þrýstingi ESB- aðildarsinna.

Ég skora á Búnaðarþingsfulltrúa að krefjat þess að ráðherra afturkalli þennan tollsamning við ESB og að búvörusamningurinn verði ekki tekinn til afgreiðslu fyrr en það hefur verið gert.  Baráttukveðjur fyrir íslenskan landbúnað

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband