Að ganga í ESB um bakdyrnar ?

Samningur við Evrópusambandið um stórfelldan innflutning á tollfrjálsum, niðurgreiddum kjötvörum frá Evrópusambandsríkjum getur sett fæðuöryggi og atvinnu hundruða ef ekki þúsunda fólks í uppnám.

Það lítur út fyrir, að eins sé farið með þessar aðgerðir og  samskiptabannið á Rússa:

menn vita ekkert fyrirfram um afleiðingar gjörða sinna.

Allt bendir líka til, að þessi utanríkisviðskiptasamningur sé unnin ekki síður á vegum utanríkisráðuneytisins og á forsendum krafna Evrópusambandsins sjálfs.

Það er lágmarks krafa til íslenskra stjórnvalda að gerð sé fyrirfram úttekt á áhrifum slíkra milliríkjasamninga áður en þeir eru staðfestir:

Hvaða áhrifa hafa þessir samningar á kjötvinnslu og alla matvælavinnslu í landinu?

Hve mörg stöðrf eru í húfi ef innflutningur á unnum kjötvörum verður með þeim hætti sem samningurinn gerir ráð fyrir?

Hve mörg störf er raunhæft að  komi á móti þeim senm tapast?

Hvaða áhrif hefur þessi væntanlegi stóraukni innflutningur á viðskiptajöfnuð okkar við útlönd?

Vöruskiptahallinn fyrsta átta mánuði ársins nemur um 8 milljörðum króna.  Vöruskipti óhagstæð um 8 milljarða króna

Ekkert er í kortunum annað en sá vöruskiptahalli muni aukast.

Það er að leika sér að eldinum til framtíðar að kalla eftir auknum innflutningi á matvöru sem með góðu móti er hægt að framleiða hér á landi. 


Meirihluti Breta vill úr ESB - " Brexit"

Ný skoðanakönnun YouGov fyrir Times sýnir 40% stuðning við að ganga úr ESB en 38% eru fylgjandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þetta er í fyrsta sinn í meir en ár sem fylgendur "Brexit" hafa yfirhöndina í skoðakönnun.

Forysta Verkamannaflokksins breska ræðir nú afstöðu sína til veru eða brottfarar Breta úr ESB, " Brexit". Ljóst er að það hitnar í ESB kolunum í Bretlandi þessa dagana.


 


Stórsigur sjálfstæðissinna í Kataloníu

Sjálfstæðissinnar unnu yfirburðasigur í héraðskosningum í dag og fengu 72 sæti af 135 á héraðsþingi Katóloníumanna. Í aðdraganda kosninganna var því heitið að ynnu sjálfstæðissinnar  kosningarnar myndu þeir lýsa yfir sjálfstæði Kataloníu einhliða innan 18 mánaða. Úrslit kosninganna eru mikið áfall fyrir spænsku landsstjórnina í Madrid og Evrópusambandið sem stefnir að aukinni miðstýringu og stofnun Evrópuríkis. Catalonia nationalists win elections

Til hamingju Kataloníumenn !

Supporter of secessionist group Junts Pel Si (Together for Yes) react after polls closed in a regional parliamentary election in Barcelona (September 27, 2015)Image copyright Reuters

With nearly 94% of the votes counted, the "Junts per Si" ("Together for Yes") won 62 seats, while the far-left separatist CUP party is expected to secure 10 mandates.

 "We have won," Catalan regional President Artus Mas told his cheering supporters late on Sunday.

After a celebration rally, the pro-independence camp's leaders told the BBC's Tom Burridge that they would now proceed towards the creation of an independent Catalan state.

Catalonia separatists win parliamentary elections

Artur Mas has promised to launch a roadmap towards independence by 2017 [AP}

Pro-independence supporters win vote described as the most important in Spain's recent history.


Mun Corbyn biðjast afsökunar á hryðjuverkalögum Browns

  Jeremy Corbyn nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins mun biðjast afsökunar á hlut Blairs í innrásinni í Írak. Mun hann einnig biðjast afsökunar á hryðjuverkalögum Browns á Íslendinga?

Innrás Bandaríkjamanna, Breta og annarra er þar stóðu að, var einn mesti glæpur gegn mannkyninu síðan seinni heimstyrjöldinni lauk.

Inrásin og hernaður í Írak hleypti af stað þeirri ógnaratburðarrás sem enn stendur í þessum heimshluta og sér ekki fyrir endann á.  Það er rétt hjá Corbyn að hreinsa sig og flokkinn af þessum glæp og fórna "Blairismanum":                      

Ætlar að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak

Mynd/Getty images

Mynd/Getty images

Íslendingar hljóta að vænta þess að Corbyn biðjist afsökunar á Hryðjuverkalögunum sem Gordon Brown setti á Íslendinga. Hryðjuverkalögin voru bein stríðsyfirlýsing gegn vopnlausri smáþjóð og einstæð í samskiptum ríkja.

(Í frétt á eyjunni.is segir svo  Ætlar að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak

("Corbyn hefur strax hafist handa við að hreinsa flokkinn af arfleið þeirra Tony Blair og Gordon Brown og er afsökunarbeiðnin liður í því.

Blair var forsætisráðherra þegar Bretar tóku ásamt Bandaríkjunum þátt í innrásinni í Írak árið 2003 til að steypa Saddam Hussein af stóli. Árásin var fyrirbyggjandi þar sem þáverandi stjórnvöld í Írak voru sögð búa yfir gereyðingarvopnum.

Engin gereyðingarvopn fundust í landinu eftir að bandamönnum tókst ætlunarverk sitt og síðar kom í ljós að innrásin var byggð á mjög vafasömum forsendum.

Á vef Independent segir að í ræðu sem Corbyn flytur í dag muni hann biðjast afsökunar á innrásinni fyrir hönd Verkamannaflokksins. Flokkurinn hafi lært af þessum mistökum og að þetta muni aldrei koma fyrir aftur.

Þá boðar hann stefnubreytingu í utanríkisstefnu Bretlands þar sem fallið verður frá valdbeitingu og þess í stað lögð áhersla á aukna samvinnu og friðsamlega lausn deilumála með diplómatískum leiðum".( eyjan.is Ætlar að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak)

Það væri ráð hjá formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að taka Corbyn sér til fyrirmyndar og biðjast afsökunar á stuðningnum við innrásina í Írak og taka upp aðra stefnu í utanríkismálum, frekar en fylgja Nató og ESB eftir í blindni

 


Alþýðuhetja kvödd

Við setningu Heimastjórnarhátíðar alþýðunnar á Ísafirði 21. ágúst 2004 komst Jón Fanndal Þórðarson svo að orði:

 „Við erum hér til að minnast merks áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem skilaði okkur áleiðis til lýðveldis. Næsta stóráfanga verður minnst 1. desember 2018. Ég ætla rétt að vona að alþýða þessa lands fái að vera viðstödd þau hátíðahöld.“

Tilefnið var að leiðtogar ríkisstjórnar á þeim tíma héldu fyrr á árinu afmælishátíð 100 ára heimastjórnar og afhjúpun minnisvarða um fyrsta Íslandsráðherrann, Hannes Hafstein, á Ísafirði. Almenningi var hins vegar meinuð þátttaka en mátti horfa á skrúðgöngu lafaklæddra ganga á rauðum dreglum í minningu atburðarins.

Vestur á Ísafirði var íslenskur alþýðumaður sem taldi sig líka eiga hlut í sigurhátíðinni. Blásið var til Heimastjórnarhátíðar alþýðunnar 21. ágúst. Hátt í þrjú þúsund manns kom saman á Silfurtorginu þessa kvöldstund. Kyndlarnir, stemningin, gleðin og baráttuviljinn lýsti upp torgið. Í ávarpi sínu gerði Jón Fanndal orð Sigurðar Eggerz frá 1. desember 1918 að sínum:

„Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirnir er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu. Nei það eru allir. Bóndinn sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu. Daglaunamaðurinn sem veltir steininum úr götunni, hann á hlutdeild í þeirri sögu. Sjómaðurinn sem situr við árkeipinn, hann á þar hlutdeild.“

Og sem formaður félags eldri borgara varði hann málstað skjólstæðinga sinna: „Það er mikil niðurlæging fyrir gamla fólkið á öldrunardeild sjúkrahússins að þurfa að fara með fötin sín í poka til ættingja sinna í þvott,“ en þá átti að krefja vistmennina um 5.500 kr. í sérstakt þvottagjald þegar vasapeningar þeirra voru 11.000 krónur á mánuði. Jón hafði sitt fram.

Þegar ég kynntist Jóni Fanndal rak hann kaffihornið á flugvellinum á Ísafirði. Glaðbeittur, hlýr og reiðubúinn til að spjalla. Hann var einlægur náttúruverndarmaður og fullveldissinni. Jón gekk til liðs við

Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og skipaði heiðurssæti listans í

Norðvesturkjördæminu vorið 2007. Jón var öflugur liðsmaður, þrautreyndur baráttujaxl með skýrar hugsjónir og kjarnyrtur.

Hann varð fyrir sárum vonbrigðum þegar flokkurinn sem hann studdi á forsendum hugsjóna brást og sótti um aðild að Evrópusambandinu. Í Morgunblaðsgrein 6. apríl 2011 ítrekar hann hvatningu sína:

„Göngum aldrei í Evrópusambandið og í guðanna bænum verndið auðlindirnar börnum og barnabörnum okkar til handa. Látum þau ekki fæðast inn í orkulaust land!“

Nú þegar við kveðjum þennan eldheita hugsjónamann er mér þakkæti og virðing efst í huga. Kvikur, með leiftur í augum er Jón Fanndal einn þeirra sem með orðum sínum og gjörðum skrifa söguna eins og hann sjálfur komst að orði á Heimastjórnarhátíðinni á Ísafirði.

Ég þakka Jóni fyrir áralanga vináttu, góða leiðsögn og hvatningu. Blessuð sé minning alþýðuhetjunnar Jóns Fanndals Þórðarsonar.

Guð gefi landi voru marga slíka.

Jón Fanndal Þórðarson (mbl. 21.09. 2015):

(Útför Jóns Fanndals Þórðarsonar fór fram í dag frá Grafarvogskirkju að viðstöddu fjólmenni.

(Jón Fanndal Þórðarson fæddist þann 10. febrúar 1933 á Laugalandi við Ísafjarðardjúp. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík þann 7. september.

Foreldrar hans voru hjónin Helga María Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1898, d. 8. apríl 1999 og Þórður Halldórsson, f. 22. nóvember 1891, d. 26. maí 1987, bóndi á Laugalandi..... Árið 1951 kynnist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Magnúsdóttur frá Ísafirði, f. 17. september 1933. Jón og Margrét eignuðust fimm börn........ 

Jón ólst upp á Laugalandi við almenn sveitastörf en ungur að árum hleypti hann heimdraganum og eftir skólagöngu í Reykjanesskóla, settist hann á skólabekk við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum þaðan sem hann lauk prófi í skrúðgarðyrkju. Eftir það lá leið hans til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði við garðyrkju í eitt ár. Þegar heim kom starfaði hann hjá Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli. Síðan fluttust þau Jón og Margrét vestur að Djúpi þar sem þau ráku garðyrkjubýlið Laugarás til ársins 1984. Þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Jón hóf störf hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur. Þar starfaði hann í áratug en stofnaði þá eigið garðyrkjufyrirtæki, JF Garðyrkjuþjónustu, sem hann rak þar til þau fluttu vestur á Ísafjörð 1994. Þar stunduðu þau verslunarrekstur um árabil. Jón endaði sinn starfsferil sem vert á Flugbarnum á Ísafjarðarflugvelli og var eftir því tekið þegar Jón gaf 10 krónur fyrir hvert vatnsglas og safnaði þannig fyrir vatnsbrunni í Afríku. Jón sinnti ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, hann var oddviti Nauteyrarhrepps í 16 ár og kom að mörgum framfaramálum. Hann stofnaði Félag bjartsýnismanna á Vestfjörðum undir kjörorðinu „Hér er ég, hér vil ég vera“ og að hans frumkvæði var haldin Heimastjórnarhátíð Alþýðunnar á Ísafirði.)

Landsbankinn lokar á Vestfjörðum !

Framsóknarmenn ættu að tala minna en gera meira í málefnum Landsbankans.

Nú um helgina lokar bankinn nokkrum útibúum sínum á Vestfjörðum, sker niður þjónustuna  og tugir fólks missa vinnuna sbr. meðf. frétt: "Landsbankinn lokar þremur útibúum á sunnanverðum Vestfjörðum

Póstþjónustan sem áður var vistuð í sumum þessara þjónustustöðva lokar einnig.

Þingmaður Framsóknarflokksins í kjördæminu spyr sig á Eyjunni í dag:" Landsbankinn - Hvert skal stefna?

Loforðin voru skýr - Samfélagsbanki

Orð formanns Framsóknarflokksins, formanns efnahags og viðskiftanefndar og landsfundarsamþykkt flokksins ætti að vera nægur vegvísir til að grípa þegar í stað til aðgerða. Á 33. Flokksþingi Framsóknarflokksins 10.- 12 apríl sl. var ályktað skýrt um Landsbankann:

"Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að Landsbankinn hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á bestu kjörum til að efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu. Landsbankinn verði bakhjarl sparisjóðakerfisins".

Þurfa Framsóknarmenn að leita að stefnunni í þessum málum.

Það þarf ekki endilega að feta í ógæfuspor fjármálaráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar sem vildi einkavæða og selja hluti ríkisins í Landsbankanum þvert á stefnu og samþykktir flokks síns. Enda tókst að koma í veg fyrir söluáformin á þeim tíma.

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar í Færeyjum var að reka bankastjórann og breyta Landsbankanum í samfélagsbanka.

  Þarf að fá lánaðan ráðherra frá nýju stjórninni í Færeyjum til að beita húsbóndavaldinu, reka bankastjórann og setja bankanumm skýra stefnu um samfélagsþjónustu: (Ný landsstjórn í Færeyjum: Landsbanki Færeyja endurvakinn)

Ég tek undir með Vestfirðingum og krefst aðgerða og húsbóndavalds af hálfu ríkisins, eiganda Landsbankans.

 

 


Sala Landsbankans fari í þjóðaratkvæðagreiðslu

Framsóknarmenn samþykktu á síðasta landsfundi að Landsbankinn yrði samfélagsbanki að fullu í eigu ríkisins. Almennt var því fagnað á félagsinnaða væng stjórnmálanna. Og Framsókn sló sér upp. "Gerum Landsbankann í eigu ríkisins að bakhjarl sparisjóðanna" sagði forsætisráðherra.

Nú virðast Framsókn  hinsvegar vera að renna á rassinn undan kröfum einkavæðingarsinna.

Er ný græðgisvæðing hafin?

Við munum hvernig einkavæðing gömlu bankanna hófst. Fyrst ætla menn að selja bara lítinn hlut í dreifðri eignaraðild, vitandi að það eru engin lög sem verja slíkt. Síðan kemur sala til "kjölfestufjárfesta" sem eru þá vinir forystumanna ríkisstjórnarinnar. Sporin hræða. Spillingunni, græðginni er sleppt lausri og nokkrum árum seinna fékk almenningur, þjóðin hrun bankakerfisins á bakið.

Áform um sölu Landsbankans kom upp í þeirri ríkisstjórn sem ég sat. Það voru fleiri ráðherrar en ég  í þeirri ríkisstjórn sem lögðust alfarið gegn þeim áformum fjármálaráðherrans að selja Landsbankann. Og þó svo heimildin færi inn í fjárlög á ábyrgð þess ráðherra varð söluheimildin aldrei virk.

Enda var sala á hlutum ríkisins í Landsbankanum algjörlega andstæð  stefnu og flokkssamþykktum Vinstri grænna.

Þá hafa ekki verið gerð skil á milli fjárfestingabanka og viðskiptabanka.

Ætlar Framsókn að svíkja landsfundarsamþykkt sína?

Mér finnst dapurt ef Framsókn íhugar að ganga á bak  einu þessa dýrasta loforði sínu og flokksamþykkt og selja hluti ríkisins í Landsbankanum.

Einkavæðing, sala á hlutum ríkisins í Landsbankanum mun hleypa nýrri græðgisvæðingu á enn meiri ferð. Landsbankinn í eigu ríkisins skilar jú drjúgum arði í ríkssjóð. 

Hvers vegna ætti ríkissjóður að einkavinavæða og selja eina af sínum bestu mjólkurkúm?

Látum fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Landsbankinn er boðinn til sölu.

 


Árni Páll: ESB- umsóknin í fullu gildi

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er þjóðréttarlega í fullu gildi sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar á fjölmennum fundi Heimssýnar í gær. Hann sagði ríkisstjórnarflokkana hafa lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar á kjörtímabilinu sem enn væri ekki búið að efna.

Og þrátt fyrir bréfaskipti utanríkisráðherra við forystumenn í framkvæmdastjórn ESB hafi umsóknin ekki verið afturkölluð. Umsóknin sé áfram þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir báða aðila sem hægt er að taka upp að nýju þegar og ef íslensk stjórnvöld óska þess.

Árni Páll Árnason var skýr og ákveðinn í málflutningi sínum um stefnu Samfylkingarinnar í Evrópusambandsmálum á fundi Heimssýnar.

Umræður voru afar líflegar og gagnlegar, en að sjálfsögðu skiptar skoðanir.

 

 

 

 


Hefur ESB-umsóknin verið afturkölluð ?

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ræðir stöðu ESB-umsóknarinnar á félagsfundi Heimssýnar í kvöld klukkan 8 á Hótel Sögu.

Heimssýn mun í sérstakri fundarrröð bjóða forystumönnum stjórnmálaflokkanna að gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum.

Hefur umsóknin verið afturkölluð?

Hvað þýða bréfaskipti utanríkisráðherra við forystumenn ESB um stöðu umsóknarinnar? 

Kallað hefur verið eftir þjóðaratkvæðgreiðslu um stöðuna og framhaldið í Evrópusambandsmálum.

- Spyrja þjóðina beint:  Á Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki?

Samfylkingin hefur aðild að Evrópusambandinu sem eitt sitt stærsta baráttumál. 

Fróðlegt er fyrir okkur andstæðinga ESB aðildar að heyra hvað Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir um stöðu þessara mála og spyrja hann spurninga í fullveldismálum þjóðarinnar.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og stuðningsfólki Heimssýnar 

Nánar má sjá um fundinn á bloggsíðu Heimssýnar.

Árni Páll Árnason á fundi með Heimssýn

 


Jarðskjálfti í norskum stjórnmálum !

 Miljöpartiet De Grönne- Græni Umhverfisverndarflokkurinn er sigurvegari norsku sveitarstjórnarkosninganna sem fóru fram í dag.

MDG fær 243 sveitarstjórnarfulltrúa og fjórfaldar fylgi sitt. Það er 225 fultrúum meir en við síðustu kosningar. Flokkurinn er sá  þriðji stærsti í Osló

Talað er um "jarðskjálfta" í norskri pólitík.

MDG kemst í oddaaðstöðu í Oslo og fleiri stórum fylkjum.

"Sigur okkar er gjöf til norskra stjórnmála og til framtíðarinnar í Noregi. Við höfum svo sannarlega hrist upp í norskri pólitík og stigið á aumar tær sem þóttust eiga sviðið", sagði formaðurinn Rasmus Hansson í sigurræðu sinni rétt í þessu. 

<img src="http://gfx.nrk.no//4xqFfTmH4HhJFbzIkHNmgADE4vphU7egbMW6m6lgiaPA" alt="En fornøyd Rasmus Hansson mener MDGs fremgang viser at klimapolitikk er en viktig sak for mange velgere." title="" />
En fornøyd Rasmus Hansson mener MDGs fremgang viser at klimapolitikk er en viktig sak for mange velgere.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband