Kafteinn Pírata gegn ESB - Styðjum Grikki

Íslensk stjórnvöld eiga nú þegar að lýsa yfir fullum stuðningi við grísku þjóðina og bjóða fram pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi í sjálfsstæðisbaráttu þeirra gegn stórríkinu ESB.

 Hótanir og yfirgangur Evrópusambandsins í garð Grikkja er af sama meiði og hryðjuverkalögin sem voru sett á Íslendinga haustið 2009 í bankahruninu hér á landi.

Stjórnvöld á Grikklandi, þessa elsta lýðræðisríki heims hafa nú kallað þjóðina beint að borðinu í þjóðaratkvæðgreiðslu.

Talsmenn mannréttinda fordæma ómannúðlega heimtufrekju og yfirgang forystu ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Grikkjum.

Íslenskum stjórnvöldum ber skilyrðislaus skylda til að afturkalla refjalaust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið og fá staðfesta kvittun frá Junker og Merkel um að hún hafi verið send til baka.

Samstaða gegn yfirgangi ESB

Þeir einstaklingar og íslensk stjórnmálasamtök sem enn flytja tillögur á alþingi um áframhald beiðni um inngöngu í ESB ættu snarast að sjá að sér og biðjast afsökunar. 

Það var gott hjá Birgittu Jónsdóttur kafteins Pírata að kalla eftir samstöðu Íslendinga til stuðnings Grikkjum gegn ESB.

Birgitta Jónsdóttir: Sýnum grísku þjóðinni samstöðu

Mér hefur ávalt fundist Birgitta vera einlægur ESB andstæðingur og stæði með okkur sem viljum að Ísland standi utan þess félagsskapar.

Birgitta sem kafteinn Pírata tók af öll tvímæli um afstöðu sína til Evrópusambandsins á alþingi í dag og fordæmdi aðför ESB að Grikklandi.

 

 


Hátíðarkveðjur á sjómannadaginn

 Föðurland vort hálft er hafið,

helgað margri feðra dáð.

Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,

þar mun verða stríðið háð.

Ég sendi sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur á sjómannadaginn.

Þessar ljóðlínur úr sálmi Jóns Magnússonar lýsa svo vel hinni eilífu sókn og baráttu eyþjóðar fyrir sjálfstæðri tilveru sinni.

Það voru sjómennirnir og fiskvinnslufólkið sem breytti auðlind fiskimiðanna í dýrmæta útflutningsvöru sem skóp okkur gjaldeyri og var undirstaða sjálfsstæðis, framfara og velsældar íslensku þjóðarinnar.

Við minnumst með virðingu og þökk allra þeirra sem létu líf sitt í hildarleiknum við öldur hafsins. Við minnumst þeirra sem tóku lokaslaginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og sigursins í þorskastríðinu við Breta og aðrar Evrópuþjóðir.

Þá stóð íslenska þjóðin sameinuð í lokabaráttunni fyrir fullveldinu og vann sigur.

Og áfram eru það sjómennirnir og auðlindir hafsins sem stöðvuðu áform svikulla íslenskra pólitíkusa sem reyndu allt hvað þeir gátu til að svifta þjóðina sjálfstæði sínu og troða Íslandi í Evrópusambandið. Þar voru á ferð pólitíkusar sem jafnvel gengu þvert á loforð og fyrirheit sem þeir höfðu gefið kjósendum sínum og þjóðinni.

Það er með ólíkindum að til séu þeir menn íslenskir  sem vilja framselja yfirráð fiskveiðiauðlindarinnar, frumburðarrétt þjóðarinnar til erlends ríkjasambands.  

"Föðurland vort hálft er hafið þar mun verða stríðið háð"

 Þessi orð eiga vel við í vörn og sókn í hinni eilífu  baráttu fyrir fullveldi Íslands. Þar eru íslenskir sjómenn í fylkingarbrjósti.

Til hamingju með daginn

 

 

 


Danir vilja endurskoða ESB aðild

46% Dana vilja semja upp á nýtt um aðild að ESB á meðan 33% vilja óbreytta aðild og 21% taka ekki afstöðu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Nordstat gerði fyrir danska alþingisvefinn, Altinget.dk.  (46 procent vil genforhandle dansk EU-medlemskab)

Þeir flokkar sem eru gangrýnir á aðild að ESB eða eru henni beinlínis andvígir sækja mjög á í nýbirtum skoðanakönnunum.

Þannig er t.d. Enhedslisten, sem er lengst til vinstri í dönskum stjórnmálum mjög gagnrýninn og reyndar andvígur veru Dana í ESB. Hann mælist nú með um 10% atkvæða og 17 þingmenn og bætir við sig 5 þingsætum.

Leiðtogi Enhedslisten Johanne Schmidt-Nielsen er langvinsælust af formönnum dönsku flokkanna, vel fyrir framan forsætisráðherrann Helle Thorning Schmidt. (Røde partiledere er langt mere populære end blå)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband