Guðjón Einar Jónsson fæddist á Eskifirði 20. apríl 1931 og bjó þar til 10 ára aldurs er hann fluttist með foreldrum sínum að Hólmum í Reyðarfirði. Hann lést 12. desember 2015.

Foreldrar Guðjóns voru Jón Kristinn Guðjónsson, f. 5.6. 1906, frá Kolmúla, Fáskrúðsfirði, og bóndi á Hólmum í Reyðarfirði, og kona hans Þóra Guðný Jónsdóttir, f. 5.10. 1910, Snædal frá Brautarholti, Vopnafirði, húsmóðir. Systkini Guðjóns voru alls 11 talsins og eru 6 þeirra á lífi: Ragnhildur, f. 25.12. 1929, Hafnarfirði; Kristinn Illugi, f. 26.3. 1932, d. 6.2. 1939; Jón Snædal, f. 13.6. 1933, Eskifirði, d. 12.8. 011; Gísli, f. 12.2. 1935, Vopnafirði, d. 31.7. 1998; Guðni Þór, f. 7.11. 1936, Eskifirði; Kristín Selma, f. 11.1. 1938, Vogum, Vatnsleysuströnd; Auðbergur, f. 16.3. 1943, Egilsstöðum; Þorvaldur, f. 4.6. 1944, Reyðarfirði; Helga Ósk, f. 14.4. 1949, Reyðarfirði. Tvö systkini dóu við fæðingu.

Guðjón kvæntist 24. september 1953 Alrúnu Klausen sjúkraliða, f. 18. júlí 1933. Hún er dóttir Ingolf Klausen útgerðarmanns og konu hans Herdísar Jónatansdóttur Klausen húsmóður, Eskifirði, sem bæði eru látin.

Börn Guðjóns og Alrúnar eru:

1) Jón Þór, f. 8.3. 1955, Reykjanesbæ, kvæntur Helgu Sigríði Kristjánsdóttur, þau eiga fjögur börn.

2) Selma Dröfn, f. 13.8. 1957, Skagafirði, kvænt Valdimar Eiríkssyni og eiga þau þrjú börn.

3) Inga Dís, f. 7.10. 1960, Hafnarfirði, kvænt Steinari Steinarssyni og eiga þau 3 börn.

4) Jónatan Már, f. 5.7. 1962. Akureyri.

5) Guðjón Rúnar, f. 21.12. 1966, Akureyri, í sambúð með Þórey Einarsdóttur, þau eiga fjögur börn.

Guðjón á eina dóttur sem býr í Noregi, Hallveigu Guðjónsdóttur, f. 14.1. 1954 og á hún þrjú börn.