Vestfirðingar mótmæla lokun og sameiningu heilbrigðisstofnana

 Að hafa einungis eina Heilbrigðisstofnun á Vestfjörðum frá Patreksfirði til Bolungarvíkur er harðlega mótmælt í ályktun sem stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á þriðjudag. Í ályktuninni segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um sameiningu stofnananna sé tekin einhliða og þrátt fyrir kröftug mótmæli sveitarfélaga á Vestfjörðum. Vegurinn milli Pareksfjarðar og Ísafjarðar er lokaður stærstan hluta ársins.

Fjórtðungssambandið vekur athygli á lagafyrirmælum og vinnubrögðum sem ráðherra ber að fylgja eins og fyrirfram samráð og samvinnu við viðkomandi sveitarfélög, sem hann hafi ekki gert.

Ákvörðun ráðherra trúlega lögleysa 

Þá er með öllu óásættanlegt og samrýmist ekki anda laganna að skipan heilbrigðismála í landshlutum sé unnin og framkvæmd þvert á vilja heimamanna.  

Málsgreinin í lögunum  sem reglugerðin leitar stoðar í  hljóðar svo:

Ráðherra getur, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga, ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanir innan heilbrigðisumdæmis með reglugerð.

Fram hefur komið að hið lögbundna samráð og undirbúningsvinna með sveitarfélögunum hefur ekki átt sér stað. Þvert á móti berast afdráttarlaus mótmæli hlutaðeigandi sveitarfélaga og landshlutasamtaka . Fjórðungssambandið mótmælir sameiningunni harðlega

 Hvar eru nú þingmenn Framsóknar

Margir spyrja nú hvar þingmennirnir séu sem börðu sér á brjóst fyrir kosningar um að standa vörð um heilbrigðisstofnanirnar á landsbyggðinni, ekki hvað síst á Vestfjörðum og Norðurlandi .

Gott er fyrir sveitarstjórnarmenn og aðra íbúa þeirra landsvæða sem nú mega sjá fram á lokun heilbrigðisstofnana og stjórnun þjónustunnar færða frá fólkinu að ryfja upp þingsályktun framsóknarmanna frá því skömmu fyrir síðust kosninga:

  

" Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var áður lögð fram á 138. löggjafarþingi (617. mál), 139. löggjafarþingi (41. mál) og 140. löggjafarþingi (120. mál).
    Í tillögunni felst að Alþingi feli velferðarráðherra að undirbúa og leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp þess efnis að fulltrúar sveitarstjórna og starfsmenn heilbrigðisstofnana komi með beinum hætti að skipulagningu þjónustu hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun með skipan stjórnar sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit með rekstri heilbrigðisstofnana og vera ráðgefandi varðandi skipulag og þjónustu stofnunarinnar.
    Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er landinu skipt í heilbrigðisumdæmi þar sem starfa skal heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir. Ráðherra markar stefnu um heilbrigðisþjónustu á grundvelli laganna en forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarafkoma og rekstrarútgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög, sbr. 9. gr. laganna. Í lögunum er hvergi að finna ákvæði sem veitir fulltrúum sveitarfélaga í viðkomandi heilbrigðisumdæmi eða almennum starfsmönnum heilbrigðisstofnana aðkomu að skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Lög nr. 40/2007 felldu úr gildi lög nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á þeim lögum, til að mynda þegar samþykktar voru breytingar sem fólu í sér að stjórnir heilbrigðisstofnana voru lagðar niður, sbr. breytingalög nr. 78/2003. Fyrir þessar breytingar skipaði ráðherra fimm manna stjórnir heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa en þrír fulltrúar voru tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn, einn af starfsmönnum viðkomandi stofnunar og einn án tilnefningar. Umræddar breytingar voru rökstuddar með tilliti til áður samþykktra breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/ 1996, er kváðu á um aukið starfssvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Framangreindar breytingar mættu nokkurri andstöðu enda mikilvægt að viðhalda stjórnum heilbrigðisstofnana, einkum úti á landi, og að sveitarfélögin og starfsmenn geti áfram átt aðild að þeim. Ekki er hægt að halda því fram að embættisleg ábyrgð forstöðumanns verði óljós á meðan stjórnir stofnananna eru fyrst og fremst ráðgefandi og þær hafi ekki ákvörðunarvald. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, bera þær og forstöðumenn stofnana þó ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir séu í samræmi við heimildir. Jafnframt bera stjórnir og forstöðumenn ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til Fjársýslu ríkisins, sbr. 49. gr. laganna.
    Með því að í stjórnum heilbrigðisstofnana sitji fulltrúar sveitarfélaga og starfsmanna stofnananna mun bæði íbúalýðræði og atvinnulýðræði aukast. Með auknum tengslum við þau sveitarfélög sem heilbrigðisstofnun þjónustar tækist betur að samhæfa starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og áherslur í störfum sveitarfélaganna, svo sem í átaks- og kynningarverkefnum, til að mynda í skólum. Það hefur gefist vel að starfsfólk eigi aðild að stjórnum enda getur reynsla þess og nálægð við íbúa verið mikilvæg þegar kemur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu. Að auka íbúa- og atvinnulýðræði með þessum hætti er mikilvægt skref til að styrkja stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins en eitt af áherslumálum hjá sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum um allt land hefur verið að standa vörð um heilsugæsluna. Komi heimamenn og starfsmenn að skipulagningu þjónustunnar mun þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði frekar vera mætt. Það festir betur í sessi að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. "

 Þessi tillaga er mjög fallega orðuð enda verið flutt áður á þinginu.

Hvað segja nú ráðherrar og þingmenn Framsóknar 

 Vinnubrögð heilbrigðisráðherra nú við að leggja niður og sameina heilbrigðisstofnanir á stórum landsvæðum án samráðs og  gegn vilja heimamanna getur varla verið í samræmi við vilja þinmanna Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á samt fjóra þingmenn í Norðvesturkjördæmi, þar af einn ráðherra, auk  aðstoðarmanns forsætisráðherra í hópnum. Þegar ég var ráðherra og þingmaður kjördæmisins stóðum við saman flestir þingmennirnir með fólkinu og hrintum út af borðinu áformum um sameiningu heilbrigðistofnana á svæðinu gegn vilja heimamanna. Hvað verður nú gert?  

Hér áður fyrr þótti dyggð að standa við orð sín. 

he

Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var áður lögð fram á 138. löggjafarþingi (617. mál), 139. löggjafarþingi (41. mál) og 140. löggjafarþingi (120. mál).
    Í tillögunni felst að Alþingi feli velferðarráðherra að undirbúa og leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp þess efnis að fulltrúar sveitarstjórna og starfsmenn heilbrigðisstofnana komi með beinum hætti að skipulagningu þjónustu hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun með skipan stjórnar sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit með rekstri heilbrigðisstofnana og vera ráðgefandi varðandi skipulag og þjónustu stofnunarinnar.
    Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er landinu skipt í heilbrigðisumdæmi þar sem starfa skal heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir. Ráðherra markar stefnu um heilbrigðisþjónustu á grundvelli laganna en forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarafkoma og rekstrarútgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög, sbr. 9. gr. laganna. Í lögunum er hvergi að finna ákvæði sem veitir fulltrúum sveitarfélaga í viðkomandi heilbrigðisumdæmi eða almennum starfsmönnum heilbrigðisstofnana aðkomu að skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Lög nr. 40/2007 felldu úr gildi lög nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á þeim lögum, til að mynda þegar samþykktar voru breytingar sem fólu í sér að stjórnir heilbrigðisstofnana voru lagðar niður, sbr. breytingalög nr. 78/2003. Fyrir þessar breytingar skipaði ráðherra fimm manna stjórnir heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa en þrír fulltrúar voru tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn, einn af starfsmönnum viðkomandi stofnunar og einn án tilnefningar. Umræddar breytingar voru rökstuddar með tilliti til áður samþykktra breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/ 1996, er kváðu á um aukið starfssvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Framangreindar breytingar mættu nokkurri andstöðu enda mikilvægt að viðhalda stjórnum heilbrigðisstofnana, einkum úti á landi, og að sveitarfélögin og starfsmenn geti áfram átt aðild að þeim. Ekki er hægt að halda því fram að embættisleg ábyrgð forstöðumanns verði óljós á meðan stjórnir stofnananna eru fyrst og fremst ráðgefandi og þær hafi ekki ákvörðunarvald. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, bera þær og forstöðumenn stofnana þó ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir séu í samræmi við heimildir. Jafnframt bera stjórnir og forstöðumenn ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til Fjársýslu ríkisins, sbr. 49. gr. laganna.
    Með því að í stjórnum heilbrigðisstofnana sitji fulltrúar sveitarfélaga og starfsmanna stofnananna mun bæði íbúalýðræði og atvinnulýðræði aukast. Með auknum tengslum við þau sveitarfélög sem heilbrigðisstofnun þjónustar tækist betur að samhæfa starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og áherslur í störfum sveitarfélaganna, svo sem í átaks- og kynningarverkefnum, til að mynda í skólum. Það hefur gefist vel að starfsfólk eigi aðild að stjórnum enda getur reynsla þess og nálægð við íbúa verið mikilvæg þegar kemur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu. Að auka íbúa- og atvinnulýðræði með þessum hætti er mikilvægt skref til að styrkja stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins en eitt af áherslumálum hjá sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum um allt land hefur verið að standa vörð um heilsugæsluna. Komi heimamenn og starfsmenn að skipulagningu þjónustunnar mun þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði frekar vera mætt. Það festir betur í sessi að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

 

 



Tillaga til þingsályktunar



um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana
í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir,
Birkir Jón Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var áður lögð fram á 138. löggjafarþingi (617. mál), 139. löggjafarþingi (41. mál) og 140. löggjafarþingi (120. mál).
    Í tillögunni felst að Alþingi feli velferðarráðherra að undirbúa og leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp þess efnis að fulltrúar sveitarstjórna og starfsmenn heilbrigðisstofnana komi með beinum hætti að skipulagningu þjónustu hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun með skipan stjórnar sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit með rekstri heilbrigðisstofnana og vera ráðgefandi varðandi skipulag og þjónustu stofnunarinnar.
    Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er landinu skipt í heilbrigðisumdæmi þar sem starfa skal heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir. Ráðherra markar stefnu um heilbrigðisþjónustu á grundvelli laganna en forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarafkoma og rekstrarútgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög, sbr. 9. gr. laganna. Í lögunum er hvergi að finna ákvæði sem veitir fulltrúum sveitarfélaga í viðkomandi heilbrigðisumdæmi eða almennum starfsmönnum heilbrigðisstofnana aðkomu að skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Lög nr. 40/2007 felldu úr gildi lög nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á þeim lögum, til að mynda þegar samþykktar voru breytingar sem fólu í sér að stjórnir heilbrigðisstofnana voru lagðar niður, sbr. breytingalög nr. 78/2003. Fyrir þessar breytingar skipaði ráðherra fimm manna stjórnir heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa en þrír fulltrúar voru tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn, einn af starfsmönnum viðkomandi stofnunar og einn án tilnefningar. Umræddar breytingar voru rökstuddar með tilliti til áður samþykktra breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/ 1996, er kváðu á um aukið starfssvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Framangreindar breytingar mættu nokkurri andstöðu enda mikilvægt að viðhalda stjórnum heilbrigðisstofnana, einkum úti á landi, og að sveitarfélögin og starfsmenn geti áfram átt aðild að þeim. Ekki er hægt að halda því fram að embættisleg ábyrgð forstöðumanns verði óljós á meðan stjórnir stofnananna eru fyrst og fremst ráðgefandi og þær hafi ekki ákvörðunarvald. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, bera þær og forstöðumenn stofnana þó ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir séu í samræmi við heimildir. Jafnframt bera stjórnir og forstöðumenn ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til Fjársýslu ríkisins, sbr. 49. gr. laganna.
    Með því að í stjórnum heilbrigðisstofnana sitji fulltrúar sveitarfélaga og starfsmanna stofnananna mun bæði íbúalýðræði og atvinnulýðræði aukast. Með auknum tengslum við þau sveitarfélög sem heilbrigðisstofnun þjónustar tækist betur að samhæfa starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og áherslur í störfum sveitarfélaganna, svo sem í átaks- og kynningarverkefnum, til að mynda í skólum. Það hefur gefist vel að starfsfólk eigi aðild að stjórnum enda getur reynsla þess og nálægð við íbúa verið mikilvæg þegar kemur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu. Að auka íbúa- og atvinnulýðræði með þessum hætti er mikilvægt skref til að styrkja stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins en eitt af áherslumálum hjá sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum um allt land hefur verið að standa vörð um heilsugæsluna. Komi heimamenn og starfsmenn að skipulagningu þjónustunnar mun þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði frekar vera mætt. Það festir betur í sessi að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

ilbrigðisþj

 

 


ESB umsóknin dauð - Framkvæmdastjóri ESB hafnar aðild Íslands.

Barátta ESB andstæðinga fyrir frjálsu Íslandi hefur skilað árangri. Nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lokað á inngöngu Íslands í sambandið.

Hann telur að framhald umsóknar Íslands muni aðeins skaða innri þróun ESB.

 

ESB stækki ekki næstu fimm árin Myndskeið 

Ísland mun ekki hljóta inngöngu í Evrópusambandið næstu fimm árin

 

Reyndar var furðulegt á sínum tíma að ESB skyldi taka við umsókninni með yfirlýstri andstöðu megin þorra íslensku þjóðarinnar og mikill meiri hluti alþingismanna lýsti sig fyrirfram andvígan inngöngu  í Evrópusambandi.

Það voru aðeins svæsnustu merðir íslenskra stjórnmála í forystuhópi í ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem keyrðu ESB-umsóknina í gengum Alþingi og lýstu sig þar með reiðubúna til að framselja fullveldi þjóðarinnar og yfirráð yfir auðlindum sínum til erlends ríkjasambands.

Sem betur fer voru líka einstaklingar og hópar sem börðuðst hart gegn þessu ferli og lögðu allt undir í þeim efnum til varnar sjálfstæði þjóðarinnar.

Samningaferlið var í raun stöðvað í árslok 2011 þegar því var hafnað að gefa eftir forræði Íslendinga yfir sjávarauðlindinni, eigin matvælaframleiðslu og öðrum náttúruauðlindum þjóðarinnar, Staðið var fast á því að Íslendingar hefðu forræði á samningum á rétti þjóðarinnar í þessum málum á alþjóðavettvangi.

 

Afturkalla á ESB umsóknina formlega og loka Evrópustofu.

Í samræmi við gang mála hjá ESB og vilja Íslensku þjóðarinnar ætti það að vera Alþingi auðvelt að ljúka þessu sorglega máli af sinni hálfu:

 

Mikilvægt er að stjórnarflokkarnir standi við loforð sín og afturkalli  umsóknina að ESB og loki stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins hér landi:

 Umsóknin á ekki að liggja eins og hvert annað næturgagn  á skrifstofum í Brüssel sem ESB sinnar geti gripið til þegar þeim sýnist svo.

 

 


Heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni látið blæða út

Leggja á niður fjölda heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni frá 1. ágúst. Ráðningar starfsmanna og þjónusta við núverandi heilbrigðisstofnanir er í fullkominni óvissu og uppnámi.

Skorið hefur verið á allt samráð við heimafólk um skipan heilbrigðismála í héraði. Bæjarstjóri Vesturbyggðar á Patreksfirði kallar framkomu stjórnvalda í heilbrigðismálum Vestfjarða „ruddaskap“. Skagfirðingar segja ráðherra hafi  komið  í bakið á þeim.

Ráðnir verða  sérstakir landshlutaforstjórar frá 1. ágúst  fyrir „nýja stofnun“, hreyturnar af þjónustunni sem eftir verður í fjórðungunum.

Heilbrigðisstofnanir skornar í heilum landshlutum

Ríkisstjórnin hefur tilkynnt  að heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri og Húsavík verði lagðar niður frá 1. október n.k.  Sú starfsemi sem þá verður eftir á  svæðinu fer undir  "nýja stofnun", Heilbrigðisstofnun Norðurlands frá 1.ágúst,  sem tekur yfir þjónustu við íbúa frá  Austur-Húnavatnssýslu í vestur um Skagafjörð, Eyjafjarðarsýslu , Suður- og   Norður-Þingeyjarsýslur í austur.

Sama er gert með heilbrigðisstofnanirnar frá Patreksfirði til Bolungarvíkur sem verða lagðar af og sameinaðar í eina  á Ísafirði fyrir alla Vestfirði.  Einnig á  að sameina heilbrigðistofnanir á Suðaustur-, Suðurlandi og Vestmannaeyjum í eina.  Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði mótmælir kröftuglega en nýlega var sýslumannsembættið þar lagt niður og fært til Ísafjarðar  í nafni hagræðingar og byggðastefnu. Samgöngur eru þó nánast engar milli þessara staða 7-8 mánuði á ári.

Ráðherra óttaðist sveitarstjórnarkosningar

Augljóst er að heilbrigðisráðherra hefur ekki þorað að birta þessa ákvörðun sína fyrir sveitarstjórnarkosningar af ótta við afleiðingar hennar á úrslit þeirra. Nú er langt í næstu kosningar og hægt að haga sér að vild við íbúana.

Í samræmi við fyrri yfirlýsingar úr Skagafirði  er vænst harkalegra mótmæla frá sveitarstjórn Skagafjarðar en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður sjálfstæða Heilbrigðisstofnun á Sauðárkróki þykir mikil niðurlæging fyrir ráðherra og þingmenn stjórnarflokkanna í kjördæminu og áfall fyrir íbúana  og nýjan  meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í  Sveitarfélaginu Skagafirði.

Öðruvísi mér áður brá

Komið var í veg fyrir að hliðstæð áform ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá árinu 2008 næðu fram að ganga.

Sem ráðherra neitaði ég á sínum tíma að samþykkja tillögur  út úr ríksstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur  sem fólu í sér að leggja þessar heilbrigðisstofnanir niður og skerða enn frekar starfsemi þeirra.

Skagfirðingum  ætti að vera það í fersku minni eftir mikinn darraðardans, þegar Ögmundur Jónasson þáverandi heilbrigðisráðherra afturkallaði reglugerð fyrirrennara síns um að leggja Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki niður og færa stjórnun hennar og starfsemi til Akureyrar. Lýsti Ögmundur því  á yfir sem ráðherra að stjórnvöld myndu aldrei breyta skipan heilbrigðismála í héraði án vilja og samþykkis heimamanna.

Tvískinnungur þingmanna

Mér kemur á óvart að þingmenn Norðvesturkjördæmis skuli standa að þessum aðgerðum gagnvart heilbrigðisstofnunum í þessum landshlutum með skagfirska ráðherrann  Gunnar Braga Sveinsson og  Einar Kristinn Guðfinnsson þingforseta í broddi fylkingar, að ótöldum sérlegum aðstoðarmanni forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni alþingismanni.

Ég minnist málflutnings þeirra og tillöguflutnings á Alþingi þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og loforða fyrir síðustu Alþingiskosningar, en þá börðu þeir sér á brjóst og sögðust myndu vaða eld og brennistein til að verja sjálfstæði og þjónustustig þessara heilbrigðisstofnana.

 Nú gefst sömu þesum þingmönnum og ráðherra tækifæri til að standa við  gefin loforð og yfirlýsingar á fjöldafundum með heimamönnunm og verja heilbrigðisstofnanirnar í kjördæminu.

Góð heilbrigðisþjónusta – Líftaug byggðanna

Ég hygg að mörgum Norðlendingnum  finnist mjög að sér vegið af þingmönnum sínum óháð því hvar skrifstofa Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verði staðsett.  Við erum minnug þess hve hart var tekist á um heilbrigðismálin fyrir um fjórum árum á fjöldafundum í Skagafirðiog víðar.

Sjálfssagt er að endurskoða ýmsa skipan heilbrigðismála í héraði við breyttar aðstæður en þá ber að gera það að velathuguðu máli og  í nánu samráði við heimamenn.

Rakalaus gjörningur heilbrigðisráðherra

Engin rök hafa verið færð fyrir þessum aðgerðum nú önnur en þau að spara og skera niður þjónustu á landsbyggðinni. Hinsvegar er góð og örugg almenn heilbrigðisþjónusta í nærumhverfi fólks  forsenda fyrir þróun byggðar og jafnræði til búsetu í landinu

Mun réttara hefði verið að gera úttekt á því hvernig til hefur tekist  með uppstokkun og niðurskurð og sameiningu  heilbrigðisþjónustunnar á Austurlandi, Vesturlandi  og víðar á undanförnum árum áður en ráðist væri í nýja óvissuferð með viðkvæma heilbrigðisþjónustu í öðrum landshlutum undir merkjum „hagræðingar“.

Sárt að horfa á heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar brotna niður

Mér þykir sárt að sjá heilbrigðisstofnanirnar og þjónustu þeirra  á landsbyggðinni  molna niður og blæða út í ákvörðunum stjórnvalda. 

Skorið hefur verið á allt samráð við heimafólk um skipan heilbrigðismála í héraði. Bæjarstjóri Vesturbyggðar á Patreksfirði kallar framkomu stjórnvalda í heilbrigðismálum Vestfjarða „ruddaskap“.

Grípið til varnar  fyrir heilbrigðisþjónustuna!

Mér verður hugsað til þeirra sem studdu Framsókn og Sjálfstæðisflokk til valda í Skagafirði síðastliðið vor. Skagfirðingar hafa staðið saman um að verja Heilbrigðisstofnun sína.

 Þar hlýtur nú að verða tekin upp hörð  vörn fyrir Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og ráðherrann látinn afturkalla þessa ákvörðun með svipuðum hætti og gert var  með stuðningi og baráttu heimamanna létum afturkalla ákvörðun sama eðlis í ársbyrjun 2009.

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni molna niður og blæðir út í ákvörðunum stjórnvalda 

( Birtist sem grein í mbl., 14.07. 2014) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband