Undirskriftir á fölskum forsendum

Það er í sjálfu sér sorglegt að til séu þeir íslenskir stjórnmálamenn í dag sem eru reiðubúnir að framselja  fullveldið og forræði þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Samningaferlið við ESB er stopp, varð það strax  árið 2011 þegar Evrópusambandið neitaði að opna á samningaviðræður um sjávarútvegsmál og lagði fram harðar og óaðgengilegar  kröfur fyrir viðræðum um landbúnað. Alþingi hafð sett mjög ákveðin skilyrði, sem fylgdu umsókninni, þröskulda sem ekki mætti stíga yfir.   ESB neitaði í raun  að halda samningaviðræðum áfram  nema að Íslendingar féllu frá þeim fyrirvörum sem Alþingi hafði sett. Þetta þekkti ég mjög vel sem ráðherra þessara mála á þeim tíma.

Fyrirvarar Alþingis skýrir

Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt".

Og  áfram segir í lok greinargerðar Alþingis frá 2009:

 "  Á hinn bóginn leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að ræða.  Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á vettvangi  Alþingis og leggur meiri hlutinn til að orðalagi þingsályktunartillögunnar verði breytt með hliðsjón af þessu".

Svar ESB hefur alltaf verið ljóst

„Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið“ sagði  Thomas Hagleitner  fulltrúi stækkunardeildar Evrópusambandsins á þingmannfundi í Hörpunni nýlega. Og það er ekki í fyrsta sinni sem fulltrúar ESB árétta þá kröfu sína.

Þannig er staðan. Þetta ætti samninganefndarmaðurinn Þorsteinn Pálsson sem nú hefur hvað hæst  af ESB sinnum að vita manna best. Eða hversvegna lagði ESB aldrei fram rýniskýrslu sína um sjávarútveg sem var forsenda frekari viðræðna? Þorsteinn Pálsson hefur  sjálfur ítrekað sagt að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í sambandið geti ekki leitt innlimunarferlið í samningum.

Undirskriftir á fölskum forsendum

Þeir sem nú kalla eftir áframhaldandi samningum og heimta um það þjóðaratkvæðagreiðslu eiga  að hafa kjark til  að segja beint:  við erum reiðbúnir að fórna forræði okkar á auðlindunum, við viljum bara fá ganga í Evrópusambandið og undir það ertu beðinn að skrifa. Vinsældir eða óvinsældir ríkisstjórnarinnar í öðrum málum eiga ekki að blandast þar inn í.

Það er mjög ódrengilegt og óheiðarlegt að kalla fólk til liðs við sig á fölskum forsendum og heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem ekki er fyrir hendi.  Alþingi setti fyrirvara og þá verður þingið fyrst að afturkalla ef halda á áfram.

Þessi ríkisstjórn sem nú situr og meirihlutinn sem hún styðst við var kosin  til að hætta aðildarviðræðunum og að Alþingi  afturkalli umsóknina. Við það ber henni að standa.

 

 

.

 


Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og Evrópustofa

 Stækkunardeild Evrópusambandsins rekur svokallaða Evrópustofu hér á landi sem hluta aðlögunarferilsins undir þeim merkjum að Ísland sé umsóknarríki að ESB og þurfi sem slíkt á "aðstoð"   að halda.

Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga var hinsvegar ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu,  áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi: Orðrétt segir:"

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".

Lokun Evrópustofu sem rekin er af Stækkunardeild  Evrópusambandsins  er fullkomlega rökrétt ákvörðun nú þegar aðildarviðræðum hefur verið hætt. Eitt meginhlutverk Evrópustofu er samkvæmt eigin skilgreiningu:" vettvangur virkrar umræðu um aðildarumsókn Íslands að ESB, þróun sambandsins og framtíð".

Þrátt fyrir yfirlýsingar beggja ríkisstjórnarflokkanna að aðildarviðræðum hafi nú verið hætt og fyrir þinginu liggi þingsályktunarartillaga frá ríkisstjórn um afturköllun umsóknarinnar er  Evrópustofa á fullu í sinum áróðri.  ASÍ og BSRB þurfa greinilega á aðstoð áróðursmiðstöðvar  Stækkunardeildar ESB að halda sbr. meðf. auglýsingu:.

"Námskeið um ESB fyrir meðlimi ASÍ og BSRB þann 27. mars, kl. 09:00-16:00, í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. 
Evrópustofa býður upp á námskeið fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann sem ber heitið Hvernig starfar ESB?" ( Hvernig starfar ESB? )

Stækkunardeild Evrópusambandsins rekur Evrópustofu en auk þess er Evrópusambandið með eigin sendinefnd og fjölmenna sendiskrifstofu sem að þeirra sögn hefur stöðu sendiráðs og sendiherra í samræmi við Vínarsáttmálann um réttindi og stöðu sendiráða.  

Af umræðum og umfjöllun síðustu daga er ljóst að fyllilega er tímabært að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd taki á umsvifum og áróðurstarfsemi ESB hér á landi.

 

 


Nei við ESB og Nei til EU

Ráðstefna fullveldissamtakanna Nei við ESB á Íslandi og Nei til EU í Noregi á  Hótel Sögu sl. laugardag  tókst afar vel, fróðleg erindi og fjölsótt. Okkur er mikill styrkur af þessu samstarfi við félagana í Noregi. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1502932/?item_num=6&dags=2014-03-24

Norðmenn hafa fellt í tvígang aðildarsamning að Evrópusambandinu, 1972 og 1994. Þeir hafa því mikla reynslu af baráttu við útsendara þessa öfluga ríkjasambands sem beitir bæði  fjármagni og fjölþættri  áróðurstækni til að undirbúa jarðveginn og ná fram vilja sínum í umsóknarlandinu.

Síðan Norðmenn felldu aðild í síðara sinni hefur ESB gjörbreytt inngönguferlinu og hert skilyrðin.  

Nú eiga sér ekki lengur stað beinar samningaviðræður heldur aðlögunarferli eða eins og segir skýrt í reglum Evrópusambandsins sjálfs: 

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið".

Í árslok 2012 ítrekaði Ráðherraráðið þessi skilyrði sín við Íslendinga:

"Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið." Ráðherraráð ESB: Aðildarviðræður ganga vel en Ísland þarf að samþykkja allan lagabálk ESB

 Fréttir af auknum umsvifum sendiráðs  ESB og Evrópustofu, áróðursmiðstöð ESB hér á landi er tákn um hver ásetningur þeirra er. Sendiráð ESB mun starfa áfram á Íslandi

Nýta þeir sér það að Ísland hefur enn stöðu umsóknarríkis og sem slíks áskilja þeir sér rétt til afskipta af innanríkismálum landsins.

Ráðstefnan áréttaði mikilvægi þess að ríkisstjórnin standi við þá ákvörðun sína að umsóknin að ESB verði afturkölluð með formlegum hætti eins og  núverandi stjórnarflokkar voru kosnir til.

 


Makrílstríð Norðmanna og Íslendinga ?

Per Olav Lundteigen þingmaður á norska Stórþinginu heldur erindi um Ísland -Noreg og Makrílinn á ráðstefnu Nei við ESB og Nei til Eu á Hótel  Sögu í dag. Lundteigen er þingmaður fyrir SP, Miðflokkinn norska sem stóð að fyrri ríkisstjórn. Per Olav  hefur setið á Stórþinginu um langt árabil og er  einn af leiðandi mönnum í norskri pólitík. Það eru ekki allr sammála stefnu og aðgerðum norsku ríksstjórnarinnar í makrílsamningunum og samskiptunum við Ísland. Og Per Olav Lundteigen lítur á makrílstríðið með öðrum augum en norska ríkisstjórnin gerir.

Það verður fróðlegt að heyra viðhorf þessa þekkta stjórnmálamanns í þessu gríðarstóra máli okkar Íslendinga. 

 Dagskráin fylgir hér með: 9:30- 17

 Vigdís Hauksdóttir: Opnunarávarp

Stefán Már Stefánsson, prófessor við HÍ : „Er Evrópusambandið ríki?“

Ragnar Arnalds: „De nordiska kuststaters självständighet utanför EU“ (Sjálfstæði strandríkja á Norðurslóð utan ESB)

Josef Motzfeldt: Sjálfstæðibarátta Grænlendinga

Halldóra Hjaltadóttir formaður ísafoldar. Ávarp

Odd Haldgeir Larsen: „Nei til EU som beveglse og fagbevegelsen rolle i Norge“ (Nei til EU sem fjöldahreyfing og verkalýðshreyfing í Noregi)

Erna Bjarnadóttir: „Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa“

Matarhlé

Brynja Björg Halldórsdóttir:„Forgangsáhrif ESB réttar“

Haraldur Benediktsson: „Vinur hví dregur þú mig í þetta skelfilega hús?“

Helle Hagenau: „Om EÖS og Norges handelfrihet uten for EU (EES samningurinn og verslunarfrelsi Noregs utan ESB)

Halldór Ármannsson: „ESB og sjávarútvegur á Íslandi“

Per Olaf Lundteigen: ” Island, Norge og makrilen”

Ásgeir Geirsson formaður Herjans: Ávarp

Sigríður Á Andersen: “Fullveldi – nokkur praktísk atriði”

Olav Gjedrem: „Grunnlovsjubileet og 20 års jubileet for Neiet 1994“ (200 ára stjórnarskrárafmæli og 20 ár frá því að norðmenn höfnuðu ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason og Helle Hagenau

Pallborðsumræður umsjón: Unnur Brá Konráðsdóttir

Allir velkomnir

 


Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn

Samtökin Nei við ESB  efna í samstarfi við hreyfinguna Nei til EU í Noregi til ráðstefnu á Hótel Sögu  laugardaginn 22. mars næstkomandi. Þau sem standa að samtökunum  Nei  við ESB eru Heimssýn, Ísafold, Herjan, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.  Umræðuefni ráðstefnunnar  er  sjálfstæði og samstarf strandríkja á norðurslóð utan Evrópusambandsins og staða smáríkja, þar með talin stjórnarskrá  þeirra og lýðræðið gagnvart aukinni  miðstýringu og samruna í ríkjasambönd og stórríki.

 

Einhugur á Íslandi 1918 og 1944

               Alþingi Íslendinga samþykkti  með naumum meirihluta að senda umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí  2009. Ferlið allt hefur verið mjög umdeilt  og í síðustu Alþingiskosningum hlutu þeir flokkar meirihluta sem lofuðu að draga umsóknina til baka. Nú, næstum fimm árum eftir að umsóknin var send, hefur aðildarferlið verið stöðvað og fyrir Alþingi liggur ríkisstjórnartillaga um afturköllun þeirrar umsóknar. Í ár eru einnig 140 ár frá því að Íslendingar fengu eigin stjórnarskrá 1874 og 70 ár frá lýðveldisstofnun 1944. Mörgum er enn í fersku minni baráttan fyrir 50 mílna landhelginni og síðar 200 mílna fiskveiðilögsögu þegar Íslendingar þurftu að eiga við herskip og fiskiflota Evrópuríkja í þorskastríðunum. Engum hefði þá dottið í hug að hópi Íslendinga kæmi það til hugar 30-40 árum síðar að framselja forræðið yfir fiskimiðunum til fjarlægs ríkjasambands. Einhugur var meðal þjóðarinnar við stofnun fullveldis 1918, lýðveldisstofnunina 1944 og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Nú er tekist á um hvort framselja eigi fullveldið til ríkjasambands, Evrópusambandsins sem stefnir hraðbyri í síaukinn samruna,  „United Europe“.

 

Tuttugu ár frá því Norðmenn höfnuðu ESB

               Samtökin Nei við ESB berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið og vilja standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Norðmenn hafa tvívegis fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu aðildarsamning að ESB, 25. september1972 og 28. nóvember 1994. Grasrótarhreyfingin Nei til EU í Noregi eru öflug almannasamtök sem létu mjög til sín taka á þessum örlagatímum fyrir norsku þjóðina. Þau berjast áfram af fullum krafti fyrir því að halda Noregi utan ESB. Um 27.000 félagar í 19 fylkisdeildum standa að Nei til EU. Norðmenn fagna í ár 200 ára afmæli stjórnarskrárinnar, Grunnloven, og 20 ára afmæli þess að hafa fellt í síðara sinni aðildarsamning að ESB. Aðkoma Nei til EU að ráðstefnunni hér er hluti þeirrar dagskrár sem samtökin hafa efnt til á þessu tvöfalda afmælisári í sjálfstæðisbaráttu Norðmanna.

 

Grænland gekk úr EB 1985

               Grænland, sem hluti Danmerkur, gekk árið 1973 í Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins þrátt fyrir að um 70% þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn því. Grænlendingar sóttu fast að fá forsjá eigin mála. Þeir fengu heimastjórn 1979 og þá var jafnframt hafin  formleg grasrótarbarátta fyrir því að segja Grænland  úr Efnahagsbandalaginu. Eftir að góður meirihluti Grænlendinga hafði samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr Efnahagsbandalaginu, hófust samningar um úrsögn sem lauk 1985 með formlegri útgöngu Grænlendinga. Grænlendingar urðu þó að láta Efnahagsbandalaginu eftir tiltekin réttindi svo sem til veiða í grænlensku lögsögunni og ýmsar aðrar skuldbindingar  sem sambandsríkin gáfu ekki eftir en buðu í einhverjum tilvikum greiðslu fyrir á móti. Eftir úrsögn Grænlendinga voru settar ákveðnar reglur eða skilyrði inn í sáttmála Evrópusambandsins fyrir úrsögn, m.a. á þá leið að ná þyrfti samningum við hin aðildarríkin um hvernig fara skyldi með gangkvæm réttindi og skuldbindingar sem komist höfðu á við inngöngu í sambandið. Grænlenska þjóðin fetar sig áfram skref fyrir skref að auknu sjálfstæði.  Jósef Motzfeldt sem heldur  eitt aðalerindi á ráðstefnunni um sjálfstæðismálin hefur sem þingmaður, ráðherra og forseti grænlenska þingsins og formaður  Inuit Ataqatigiit – flokksins  verið áhrifamikill í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga undanfarna fjóra áratugi.

 

Sextán fulltrúar frá Noregi

               Sextán manna hópur kemur frá Nei til EU í  Noregi á ráðstefnuna og flytja fjórir fulltrúar úr þeim hópi  erindi. Allt er þetta forystufólk úr Nei til EU hreyfingunni í Noregi. Þau eru Helle Hagenau alþjóðamálastjóri Nei til EU, Odd Haldgeir Larsen varaformaður Fagforbundet , stærsta stéttarfélags í Noregi  og  Olav Gjedrem formaður  Nei til EU í Rogalandfylki, en þau  fara fyrir hópnum  ásamt  Per Olav Lundteigen  þingmanni Miðflokksins á Stórþinginu

 

Ráðstefnan sem haldin er í ráðstefnusal Hótel Sögu hefst klukkan 9:30 laugardaginn 22. mars og er öllum opin, allir velkomnir.

 

( Birtist sem grein í Morgunblaðinu 21. mars ) 

 

 

 


Nú skal þjarmað að Grænlendingum í makrílnum

 Ýmislegt á eftir að koma upp úr hattinum í nýgerðum makrílveiðisamningum. Að deila og drottna með hótunum, þvingunaraðgerðum og blíðmælgi á víxl er þekkt aðferð yfirgangssamra stórríkja gangvart þeim minni.  Grænlendingar ósáttir við makrílsamninginn 

 ESB hafði sett Færeyingum rækilega stólinn fyrir dyrnar með nánast hryðjuverkaaðgerðum sem fólust í því að banna Færeyskum skipum og fiskvinnslum að landa eða selja fiskafurðir í ESB löndunum. Nærri 100% af gjaldeyristekjum Færeyinga er háð fiskútflutningi. Fiskveiðilögsaga Færeyinga liggur að lögsögu annarra ríkja eins og Noregi og Skotlandi og gagnkvæmar fiskveiðiheimildir eru þeim afar mikilvægar.

Að mínu mati áttu Íslendingar að standa mun þéttar með Færeyingum gegn aðgerðum ESB. Minnumst þess þegar Færeyingar einir þjóða stóðu með Íslendingum í bankahruninu gegn stórríki Evrópu. Íslendingum hafði jú verið hótað sömu þvingunum og refsiaðgerðum vegna makrílveiðanna  og Færeyingar voru beittir. Færeyingar eru þó mun minna ríki en Ísland og enn háðara fiskveiðum en við. Því var það léttar fyrir stórríkið ESB  að komast upp á milli Íslendinga og Færeyinga með því að pína þá síðarnefndu en strjúka Íslendingum samtímis og þeim var hótað.

Íslendingar áttu að taka frumkvæðið, hafna viðræðum við ESB undir hótunum og viðskiptaþvingunum og taka upp mjög náið samstarf við Færeyinga og Grænlendinga, halda þeim þétt að sér. Reynslunni ríkari af makrílveiðum Íslendinga ætlar nú ESB  að girða fyrir að Grænlendingar geti á eigin spýtur veitt makríl og þróað þær veiðar.

  Meðfylgjandi frétt Ríkisútvarpsins leiðir aðeins inn í þann grimma veruleika sem ESB beitir minni strandríkin og nú Grænland. Grænlendingar ósáttir við makrílsamninginn

Jafnframt eru dregnir fram þeir afarkostir um aðgengi að fiskimiðunum sem ESB setti Grænlendingum þegar þeir sömdu sig úr Efnahagsbandalaginu 1985. Markmið stórríkisins ESB er að deila og drottna í fiskveiðum á Norðurslóð. Og sundruð strandríkin eru þeim auðveld bráð. Íslendingar eiga þann góða kost að setja einhliða makrílkvóta og halda sínum hlut frá fyrri árum 16- 17 % af heildarveiði og leita aftur samstarfs við Grænlendinga og Færeyinga.

Norðmenn munu seint semja við Íslendinga um makríl meðan ESB - umsóknin er virk.  Því fari Ísland í ESB fer makríllkvótinn með  til Brussel og verður hluti af heildarmakrílkvóta ESB, óháð því hvort hann veiðist hér þá eða ekki.   Grænlendingar ósáttir við makrílsamninginn

 

 


Skemmtilegast að teikna

Eitt afabarnið, Þórir Kolka Ásgeirsson, 14 ára, opnar sína fyrstu opinberu málverkasýningu á Café Haití í dag klukkan 14. Mjög falleg mynd og opnuviðtal birtist við hann á baksíðu Morgunblaðsins í dag.  Skemmtilegast að teikna

Af því tilefni leyfir afi sér að montast aðeins og samgleðjast Þóri:

  „Ég hef blómstrað í listinni og þess vegna langaði mig til þess að halda sýningu, þar sem ég er með svo margar myndir og mér finnst að þær þurfi að njóta sín einhvers staðar.“

Margir segja að börn séu bestu málararnir, því þau máli hlutina eins og þau sjá þá án þess að vera bundin af einhverjum reglum. Þórir segir að hann hafi strax ánetjast listinni. „Þegar ég fékk blýant og blað byrjaði ég strax að teikna og fannst það ótrúlega skemmtilegt,“ segir hann

Sýningin heitir : "Það sem augun sjá og hugurinn skynjar"

  

Skemmtilegast að teikna


Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra

 

Það er fróðlegt að hlusta nú á málflutning  á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna.  Ég minnist vordaganna 2009 á Alþingi þegar umsóknin um aðild að ESB var á dagskrá og þröngvað í gegnum þingið.   Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna  lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi .  Ég var yfirlýstur andstæðingur umsóknarinnar og sagðist myndi greiða atkvæði gegn umsóknartillögunni.  Það hafði legið fyrir frá myndun ríkisstjórnar.  Þegar  fram kom tillaga um að þjóðin yrði spurð áður en sótt væri um studdi ég þá tillögu og lýsti því yfir á þingflokksfundi.  Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.  Fyrir atkvæðagreiðsluna voru haldnir neyðarfundir í stjórnarþingflokkunum,  þegar ljóst var að mögulega nyti tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu meirihlutastuðnings á Alþingi.

Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá  nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun   þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá  í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi  stjórnarsamstarfið  samstundis út um  þúfur. Samfylkingin, sem hafði ESB umsókn  þá sem fyrr og síðar sem sitt eina mál leit á það sem stjórnarslit ef þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu yrði samþykkt á Alþingi. Hún hafði áður látið steyta á aðildarumsókn í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar kom svo í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna  Vinstri grænna og gæti orðið samþykkt fylltust öll herbergi þinghússins af reyk. Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg.  Var mér þá einfaldlega hótað  brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna.  Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.

Ögmundur Jónasson,  sem  lagði mikið  í sölurnar fyrir myndun fyrrverandi  ríkisstjórnar, stóð þá upp og tilkynnti að  ef Jón Bjarnason ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra þá myndi heilbrigðisráðherra ganga sömu leið.   Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg  fyrir atkvæðagreiðsluna eða  gekk á milli sæta í þingsal.  Var þó búið að samþykkja áður  að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni.

Þeir sem vildu kíkja í pakkann hafa fengið sín svör.  Framhjá Maastrichtsáttmála, Lissabonsáttmála, Kaupmannahafnaviðum, lögum og reglum ESB  verður ekki gengið.  Ísland verður að taka yfir öll skilyrði Evrópusambandsins refjalaust.

Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald  aðlögunarsamninga við ESB,  viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand.  Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum  sem og  samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.


Það er hægt að vera snortinn í gleði

 Ásthildur Cesil Þórðardóttir skrifar afar fallegan, myndum prýddan pistil á bloggsíðuna sína í dag. Gleðin og hlýjan skín úr hverju orði og myndirnar tala fyrir sig:

    Unginn minn 17 ára í dag.     

Ég hef oft dáðst að Ásthildi, elju hennar, krafti  og heiðarleika sem geislar frá öllu því sem hún sendir frá sér.

" Hann er 17 ára í dag, búin að vera hjá okkur Ella mínum alveg frá því að hann var 6 ára, en þar áður alla daga og oftastnær. "

Ég deili gleði þinni, Ásthildur og ykkar allra með 17 ára afmæli ömmubarnsins og afmæliskveðjur til Úlfs.

 Bestu kveðjur

 Jón Bjarnason 

 

 


Landbúnaðarháskólarnir á Hvanneyri og Hólum

Eru öflugar menntastofnanir sem gegna víðtæku hlutverki í sérhæfðri menntun og rannsóknum á sínum sviðum. Skólasetrin, Hólar og Hvanneyri  eru þungamiðja í menningu -, samfélagslegri ímynd og starfi  nærumhverfisins síns sem og  dreifbýlisins alls.

Ýmsir, sérstaklega í stjórnsýslunni sem þekkja lítið til landsbyggðarsamfélagsins og atvinnugreinanna sem það fóstrar klifa á að leggja beri þessa skóla niður.

Aðrir vilja svipta þá sjálfstæði sínu og fara með þá inn í aðrar fjarlægar skólastofnanir og  gera að útibúum. 

Nýafstaðið Búnaðarþing ályktaði  um málið

Landbúnaðarháskólar á Íslandi

"Markmið
Búnaðarþing leggur áherslu á að sjálfstæði og rekstrargrundvöllur landbúnaðarháskóla á Íslandi sé tryggður. Mikilvægt er fyrir íslenskan landbúnað og þróun hans að í landinu séu öflugir skólar sem sinna endurmenntun bænda, starfsmenntanámi, háskólanámi og rannsóknum í landbúnaði. Sjálfstæðir og öflugir landbúnaðarháskólar eru mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð íslensks landbúnaðar.

Leiðir
Búnaðarþing 2014 leggst gegn hugmyndum menntamálaráðherra um samruna HÍ og LbhÍ. Búnaðarþing hvetur stjórn BÍ til að leita allra leiða til að tryggja áfram sjálfstæði LbhÍ. Búnaðarþing telur eðlilegt að það fjármagn sem menntamálaráðherra er tilbúinn að veita til samruna HÍ og LbhÍ fari í að styrkja rekstur LbhÍ án þess að til þess samruna komi."

 

Hér með er tekið undir með Búnaðarþingi og stjórnvöld brýnd til að treysta stöðu Landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum  og standa vörð um sjálfstæði þeirra og verkefni.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband